Thursday, March 26, 2009

Detox

Ég veit ekki hvað varð um vorið sem hefur verið í lofti undanfarið. En það er enn i sálinni og ég bíð spennt eftir vorvindum. Það hefur smám saman verið að renna upp fyrir mér að ég bý enn á norðurlöndum. En síðasta vor fannst mér ég búa í hitabelti og ég læt mig dreyma um annað eins.
Helst í fréttum síðan síðast er að íbúðin seldist! Ótrúlegt en satt! Veit ekki hvort það var fremur af leti eða ótta við að lenda á götunni að við gripum fyrstu vel staðsettu íbúðina sem okkur bauðst þrátt fyrir óvissu um leigutímann. Sjáum fram á vor í Vesterbro –ég bið ekki um meira í bili og vona bara að eiganda ibúðarinnar gangi vel í fyrirhuguðu landnámi á Samsø. Við höfum íbúðina a.m.k. til 1 ágúst. Ég er í hamingjukasti að vera að komast aftur í vesturbæinn, þar sem allt iðar af skrautlegu mannlífi og kaffihúsum. Það eru líka ótrúleg foréttindi í stórborg að búa í næstu götu við vinnuna!
Ég er líka búin að fá aukavinnuna sem mig vantaði, í bili a.m.k , get nú ekki sagt að hún sé sérlega spennandi –en það má alveg leggja á sig tvo leiðinleg kvöld í viku fyrir að losna við fjárhagsáhyggjur. Leita svo bara að öðru í rólegheitunum. Þetta er allt svona “ fínt í bili ástand á öllu” –en er hægt að biðja um meira i heimskreppu? Það er að minnsta kosti mikill léttir að vera búin að leysa aðkallandi vandamál og ég er byrjuð í innri vorhreingerningu. Grænmeti, ávextir, vatn og hugleiðsla. Vona að það komi sköpunarkraftinum í gang –ef ekki er ég bara ánægð með betri meltingu ;-)