Þegar liðnar voru rúmar tvær vikur og ekkert hafði heyrst af sjómanninum unga var móðurinni nóg boðið hafði uppá útgerðinni á netinu og gerði sér lítið fyrir og hringdi um borð í Höfrung!
Ungi maðurinn ber sig vel segist búa við gott atlæti, vera í góðum félagsskap og ekki finna fyrir neinni sjóveiki! Hann hefði ekki hugmynd um hvar hann væri staddur eða hvað verið væri að veiða en móðirin var sátt að heyra í honum gott hljóð!
Annars er ekki margt að frétta nema það að ég er komin með sambýliskonu í herbergið hans Atla. Kristín er fyrrum skólasystir mín og fyrirtaks félagsskapur og því ekki einmanalegt í fjarveru einkasonarins. Nú svo er ég í stöðugu sambandi til Afríku og er farin að undirbúa ferð þangað um jólin! Í fréttum var þetta helst!
Monday, October 16, 2006
Sunday, October 01, 2006
Annars er það helst í fréttum....
Að eftir samtals sjö ára nám er ég komin aftur í gömlu vinnuna! Ég semsagt aftur komin í fullt starf í Kraminu og ber þann virðulega titil "verkefnastjóri kennslusviðs". Það er bara voða gaman í nýju / gömlu vinnunni þótt vinnudagarnir hafi verið helst til langir þennan fyrsta mánuð annarinnar. Nú er vetrarstarfið farið að rúlla og framundan hin þægilegasti vinnutími sem hentar vel með öðrum skapandi störfum. Minn heittelskaði sonur er líka, frá og með gærdeginum, kominn í nýja vinnu og eru það öllu meiri tíðindi. Það var mikið hrærð mamma sem fylgdi unga manninum til bryggju í gærkvöldi og horfði á eftir litla barninu sínu ganga um borð í risastóran frystitogara á leið út á ballarhaf í 40 daga! Þetta var mjög stór stund og töluvert ógnvænlegri en fyrsti skóladagurinn! Nú er litli drengurinn orðin ungur maður að þarf að spjara sig sjálfur símasambandslaus innan um harðgerðar hetjur landsins útá miðju Atlantshafi. Ekkert elsku mamma þar um borð...
Móðurhjartað er satt að segja alveg í uppnámi yfir þessum gjörningi og ég held niðrí mér andanum þennan fyrsta túr, krossa fingur og hugsa til almættisins!
Móðurhjartað er satt að segja alveg í uppnámi yfir þessum gjörningi og ég held niðrí mér andanum þennan fyrsta túr, krossa fingur og hugsa til almættisins!
Morgunhæna
Það er mér hulin ráðgáta hvers vegna ég hef tekið uppá því að vakna af sjálfsdáðum kl. 5 á morgnana? Hálfsjö var þrautin þyngri í sumar en nú ber svo við að ég hrekk upp á þessum óguðlega tíma og get ekki með nokkru móti sofnað aftur fyrren um 8 leytið. Ég hef 3 langsóttar skýringar á þessum ósköpum; 1. Ég er að eldast hratt og er komin með áttræða tímaklukku? 2. Einhver hefur lagt á mig heilsusamlegan lífernisgaldur? Þessum galdri fylgir einnig áfengislystarleysi, skemmtanaóþol og löngun til að hætta að reykja. Allt hið besta mál og vonandi að ég komi einhverju í spennandi verk fyrst ég hef læknast af skemmtanasýkinni svona alveg uppúr þurru. 3. Ég er ástfangin og bíð óþreyjufull eftir fyrsta sms-i dagsins kl. 7 að afrískum tíma? Strengja -Emil sem ég kynnti til sögunnar hér síðast er semsagt out og nýr vonbiðill kominn til sögunnar. Sá er breti á fimmtugsaldri, búsettur í Afríku og starfar við vísundaveiðar. Því miður er hann ekki með neina heimasíðu með myndum af sjálfum sér á g-streng sem hægt er að linka á svo þið verðið að láta ímyndunaraflið duga að sinni. Ég get hins vegar sagt ykkur að hann er hávaxinn, sköllóttur og með glænýjar postulínskrónur á tönnunum. Mágkonu minni og bestu vinkonu finnst hann hinn myndarlegasti maður og þið verðið bara að taka orð þeirra fyir því! Nú er stóra spurningin hvort ég eigi að eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar í Reykjavík eða elskhugans í Höfðaborg????
Subscribe to:
Posts (Atom)