Sunday, October 01, 2006

Morgunhæna

Það er mér hulin ráðgáta hvers vegna ég hef tekið uppá því að vakna af sjálfsdáðum kl. 5 á morgnana? Hálfsjö var þrautin þyngri í sumar en nú ber svo við að ég hrekk upp á þessum óguðlega tíma og get ekki með nokkru móti sofnað aftur fyrren um 8 leytið. Ég hef 3 langsóttar skýringar á þessum ósköpum; 1. Ég er að eldast hratt og er komin með áttræða tímaklukku? 2. Einhver hefur lagt á mig heilsusamlegan lífernisgaldur? Þessum galdri fylgir einnig áfengislystarleysi, skemmtanaóþol og löngun til að hætta að reykja. Allt hið besta mál og vonandi að ég komi einhverju í spennandi verk fyrst ég hef læknast af skemmtanasýkinni svona alveg uppúr þurru. 3. Ég er ástfangin og bíð óþreyjufull eftir fyrsta sms-i dagsins kl. 7 að afrískum tíma? Strengja -Emil sem ég kynnti til sögunnar hér síðast er semsagt out og nýr vonbiðill kominn til sögunnar. Sá er breti á fimmtugsaldri, búsettur í Afríku og starfar við vísundaveiðar. Því miður er hann ekki með neina heimasíðu með myndum af sjálfum sér á g-streng sem hægt er að linka á svo þið verðið að láta ímyndunaraflið duga að sinni. Ég get hins vegar sagt ykkur að hann er hávaxinn, sköllóttur og með glænýjar postulínskrónur á tönnunum. Mágkonu minni og bestu vinkonu finnst hann hinn myndarlegasti maður og þið verðið bara að taka orð þeirra fyir því! Nú er stóra spurningin hvort ég eigi að eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar í Reykjavík eða elskhugans í Höfðaborg????

No comments: