Saturday, May 06, 2006

-varðandi útskrifatverkefnið mitt

-sem verður eftir 11 tíma sýnt vinum og ættingjum, pressunni, 10 þúsund borgarbúum og síðast en ekki síst hinum háleita myndlistarheimi.
Ég las það einhverntíma að munurinn á geðsjúkri konu og heilbrigðri væri sá að hin geðsjúka héldi sig alltaf við sama hegðunarmunstur, sama hversu illa það hefði reynst, í von um nýjar afleiðingar. Það er eins og mig rámi í að fyrir ekki svo alls löngu hafi ég bloggað hér um verkefni sem gekk fremur brösulega ekk síst vegna baráttu við náttúrulögmálin. 'Eg kveikti samt ekki á neinum perum þegar prófessorinn minn commenteraði á lokaverkefnið mitt fyrir nokkrum vikum og sagði; "svo þú ert ákveðin í að berjast við lögmál eðlisfræðinnar?"

Þetta hófst allt með því að ég ákvað að gera ískúlptúr af konu úr ís, frystri inní ferstrendingi, einnig úr ís. Verkið varð að vera í mannstærð og því skildi haldið frosnu í 3 vikur.
Ég vildi hafa vaðið fyrir mig tæknileg og leitaði því til sérfræðinga á þessu sviði m.a. íslandsmeistarans í klakaskurði og nýútskrifað doktors í eðlisfræði frá Oxford.
Þeir voru fljótir að benda mér á tæknilega örðuleika s.s. að frystielement væru ekki handfrjáls búnaður heldur þyrfti kassa utanum þau -nema ég hefði hugsað mér að frysta allt listasafnið -og að stytta af þessari stærðargráðu vægi u.þ.b. hálft tonn.
Hér hefði sumar konur látið bugast -en NEI. Ég vildi ekki sjá neinn ísskáp utan um styttuna mína og ákvað því að leyfa henni að bráðna bara á opnunardaginn. (Eftir að hafa hillað landsliðið í lyftingum til að koma henni í hús)
Þá tók ég til við að styttuna til, frysta klaka og búa til mót. Styttan skildi að hluta til höggvinn í ís og að hluta til steypt. Við mótagerðina fjárfesti ég í Uritani sem er mikið dásemdar efni og reyndist mjög heppilegt til ísmótagerðar en hefur þá leiðu aukaverkun að valda öndunarstoppi ef maður er mikið að anda því að sér. Ég komst stórslysalaust í gegnum þann prósess og úr mótunum streymdi nákvæm eftirmynd af hausnum á mér úr ís. Þá fór ég að frysta ísmola til að höggva í. Það hefði kannski átt að segja mér eitthvað þegar ég gat ekki lyft því sem nam einni mjöðm hjálparlaust uppúr frystikistunni. Vandamálið var bara að frystikistan var einungis 120 á lengd en styttan skildi vera 2oo. Þá tóku við alls kyns vangaveltur um leigu á frystigámum og sliku.
Um þetta leiti var komið að kynningu á lokaverki á síðustu stundu ákvað ég að búa til plan B. -svona til öryggis ef eitthvað gengi ekki upp með hálfa tonnið. Þá var það kannski aðeins farið að hvarfla að mér að þetta væri allt soldið erfitt í framkvæmd. Plan B hjóðaði uppá að nota bara einn íshaus og hendi og frysta í líki sofandi konu í plexiglerboxi. Ég hélt samt áfram með plan A og hélt áfram að frysta ísklumpa. Þá rak ég mig á eitt af lögmálum eðlisfræðinnar sem er að vatn þenst við frystingu -sem er í sjálfu sér lítið mál þegar frystir eru hausar en aðeins meira þegar komnir eru hálfár líkamsstærðir t.d. springa mótin áður en vatnið nær að frjósa! Ég var rétt búin að finna lausnina á þessu vandamáli þegar ég gerði mér grein fyrir þ´vi að það var rúm vika til stefnu. Þá tók ég þá skynsemis ákvörðun að skipta snarlega í plan B!

2 comments:

Anonymous said...

Var að skoða verkið þitt sem er mjög flott og mjög spes.Ísskápurinn eða frystirinn er COOl.Til hamingju þú ert frábær.Þín matarklúbbs vinkona Guðrún

Alda Berglind said...

Fæ ég sendar myndir, takk? x