Sunday, October 01, 2006

Annars er það helst í fréttum....

Að eftir samtals sjö ára nám er ég komin aftur í gömlu vinnuna! Ég semsagt aftur komin í fullt starf í Kraminu og ber þann virðulega titil "verkefnastjóri kennslusviðs". Það er bara voða gaman í nýju / gömlu vinnunni þótt vinnudagarnir hafi verið helst til langir þennan fyrsta mánuð annarinnar. Nú er vetrarstarfið farið að rúlla og framundan hin þægilegasti vinnutími sem hentar vel með öðrum skapandi störfum. Minn heittelskaði sonur er líka, frá og með gærdeginum, kominn í nýja vinnu og eru það öllu meiri tíðindi. Það var mikið hrærð mamma sem fylgdi unga manninum til bryggju í gærkvöldi og horfði á eftir litla barninu sínu ganga um borð í risastóran frystitogara á leið út á ballarhaf í 40 daga! Þetta var mjög stór stund og töluvert ógnvænlegri en fyrsti skóladagurinn! Nú er litli drengurinn orðin ungur maður að þarf að spjara sig sjálfur símasambandslaus innan um harðgerðar hetjur landsins útá miðju Atlantshafi. Ekkert elsku mamma þar um borð...
Móðurhjartað er satt að segja alveg í uppnámi yfir þessum gjörningi og ég held niðrí mér andanum þennan fyrsta túr, krossa fingur og hugsa til almættisins!

2 comments:

V said...

Gott að heyra aftur frá þér. Hvenær verður móðurhjartað við landlínu?

Karen Olga Ársælsdóttir said...

Agla þú verður að ´nýta þessa svakalegu tilfinnigalegu reynslu til skapandi starfa!