Wednesday, April 18, 2007

Sól

Vaknaði í morgun og það var vor í lofti.... Fyrsta vorið í sjö ár sem ég er ekki lokuð inni yfir prófum og lokaverkefnum! Blómin í garði nágrannans eru farin að gægjast upp úr grárri moldinni og mig klægjar í garðyrkjufingurna, ætla kannski að bæta við mig nokkrum fósturgörðum –ef þið vitið um einhvern sem er að bugast yfir garðinum –þá er ég á lausu! Annars helst í fréttum að ég er á leiðinni heim til Valencia sem nokkrum völdum Kramhúskonum í húsmæðraorlof! Erum komnar með íbúð á besta stað í Port Saplaya með svalir útá Miðjarðarhafið.......Það er komið alvöru sumar þar!

No comments: