Tuesday, August 07, 2007

Ein í Koben

...Eða sól í Koben, það stemmdi, góða veðrið kom þegar Inga og Tóti voru farin. Mér fannst ég óhugnalega ein eftir að Inga fór útá flugvöll á Laugadaginn. Var búin að sjá það fyrir mér sem upphafið á „gæðatíma með sjálfinu“ –en þegar til kom var það bara tómlegt. Fór bara að taka til og þrífa, guði sé lof fyrir húsmóðurstörf þegar maður veit ekki hvernig maður á að vera! Klæddi mig uppá og rölti niður á hverfiskaffihúsið fékk mér bjór og bloggaði. Fékk mér vondan ódýran hamborgara og fór svo heim. Horfði á þrjár leiðinlegar myndir með öðru á meðan ég spjallaði á msn. Fannst ég allt í einu vera að missa af verslunarmannahelginni, sá fyrir mér bjartar íslenskar sumarnætur og gleði og gítarspil. Sem er soldið fyndið í ljósi þess að ég hef verið innipúki síðustu verlunarmannahelgar...Sofnaði þunglynd, með efasemdir um allt. Hreiðar bjargaði mér frá sjálfri mér þegar ég vakanaði á sunnudeginum og ég fór beint að hitta þau Konungsgarðinum. Passaði svo stelpurnar þeirra um kvöldið og horfði á góða mynd. Tók gleði mína á ný með litlu skottunum. Þau komu seint heim svo ég svaf á sófanum hjá þeim og átti svo indislegan dag með Önnu og stelpunum í garðinum. Kom svo heim og var sátt við einveruna. Fékk mér grænt te og las... er það ekki mælikvarði á innri ró?

No comments: