Monday, October 13, 2008

Bölsýni

Það hriktir i stoðum tilverunnar þessa dagana. Þegar ég flutti hingað til Koben fyrir ári síðan, útí algera óvissu velti ég því mikð fyrir mér hver staðan yrði að ári. Ekki óraði mig fyrir þeirri stöðu sem nú er komin upp. Það er skrítið að fylgjast með fréttum að heiman utanfrá og óþægilegt að geta ekki verið með sínum nánustu þegar svona hörmungar dynja yfir. Ísland hefur verið töluvert i fréttum hér en maður fær jafnframt fleiri fréttir af ástandinu á Vesturlöndum i heild en i íslenskum fjölmiðlum sem skiljanlega leggja áherslu á ástandið heima fyrir. Það virðist bara allt vera að hrynja og einhvernveginn hefur maður á tilfinningunni að ástandið eigi bara eftir að versna þrátt fyrir allar björgunartilraunir.
Það er ómögulegt að segja fyrir um hvar og hvernig hrun spilaborgarinnar endar.
Hér er mikið talað um yfirvofandi atvinnuleysi sem er kvíðvænlegt fyrir mig sem er bara ráðin út mánuðinn. En einhvernveginn skiptir það svo litlu máli í stóra samhenginu. Það er hvort sem er ekki hægt að gera nein framtíðarplön eins og á stendur finnst manni.
En lífið heldur áfram og ég þarf að fara að sækja um vinnur á morgun. Í fyrsta skipti á ævinni hálf skammast ég mín fyrir að vera íslendingur og hef það á tilfinningunni að það verði mér a.m.k. ekki til framdráttar í atvinnuumsóknum. En það veitti sjálfsagt ekki af því að kenna okkur íslendingum smá auðmýkt. Verst að það eru þeir sem minnst nutu góðærisins sem fá nú að taka út hörðustu lexíuna.....

1 comment:

Alda Berglind said...

Var að vinna í búðinni hennar Dagnýjar á laugardaginn. Búðin er með svona risastórum gluggum, voða björt og fín og merkt sem íslensk delicatessen búð. Ég stóð þarna einhvern veginn inn í thessu glerhúsi, merktu íslandi og mér fannst ALLIR vegfarendur STARA á mig. Bölvuð paranoja auðvitað en mikið voðalega verður maður allt í einu meðvitaður...