Thad var 37 stiga hiti thegar ég gekk út af lestarstodinni og mín fyrsta tilfinning var ÚFF thett a er STÓRBORG!!! Hótel mitt var mjog vel stadsett vid Rádhústorgid og í olllum spenningnum yfir thví ad kanna thessi nýju heimkynni mín arkadi ég af stad á HáSíestu inní elsta borgarhlutann, CARMEN. Thetta hverfi er daemigert fyrir gamlar sudur-evrópskar borgir, thröngar götur og hálfgert völundarhús. Ég slysadist inní eldgamla risastóra glerbyggingu og fann thar eitthvad thad stórkostlegasta sem ég hef séd; einn staersta gamla matarmarkad sem til er í Evrópu. Endalausir básar af ferskum fiski, kjöti og pylsum, ávöxtum og graenmeti. Ég hlýt ad hafa litid út eins og barn í Disneylandi thar sem ég gekk um markadinn uppnumin af öllum matnum og andrúmsloftinu. Hróp og köll milli bása, mikill hlátur og fleiri ávextir en ég hef nokkurntíma séd. Ég er komin heim hugsadi ég thegar ég gat loksins fengid mig til ad yfirgefa dýrdina.
Ég örmagnadist naestum í hitanum thennan dag og var thakklát fyrir ad hafa, á sídustu stundu, skilid eftir yfirviktina, nokkur kíló af vetrarfötum á Íslandi. Ég ákvad ad eyda thessu fyrsta föstudagskvöldi í Valencia á hótelinu í hvíld og fór ad leita ad Supermercado og ná mér í vistir.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment