Thursday, September 22, 2005

LEITIN AD BÓNUS!

Leitin ad Súpermarkadi bar lítinn árangur, ég fór í hvert stóra verslunarhúsid á faetur ödru og var innan skamms búin ad kortleggja allt sem mig gaeti hugsanlega vanhagad um í Valencia, allt frá gardáhöldum til vefnadarvöru. En Spaenskt Bónus fann ég ekki! (Eftir tveggja daga leit komst ég ad tví ad hótelid mitt var stadsett í skrifstofuhverfi og thví lítid af súpermörkudum thar!) Ég fann thó litla búd sem seldi naudsynjavöru; vatn og raudvín og hélt heim á hótel. -Hvar ég uppgvötadi ad ég átti engan tappatogara. Lobbýid gat ekki hjálpad mér, búid var ad stela af theim öllum togurum og thá var nú aldeilis heppilegt ad vera búin ad kortleggja verslunarhverfid, thegar ég hljóp út 5 mín í lokun til ad kaupa mitt fyrsta spaenska eldhúsáhald!
Thetta er mjög daemigert fyrir thessa fyrstu daga, ég er ekki ad skoda eda gera neitt merkilegt, bara ad reyna ad finna út úr einföldum hversdagslegum hlutum sem ég er vön ad gera án umhugsunar á Íslandi.

No comments: