Monday, November 28, 2005

Tímamót!

Í dag átti ég tvö samtöl á spaensku!!! :-) ath ad samtöl er ekki innan gaesalappa!
Húsnaedishrakningum mínum er nú vonandi lokid og sl. midvikudag flutti ég í 3ju íbúdina í Port S. Búin ad skrifa undir samning uppá thann tíma sem ég á eftir hér og vona ad ég thurfi ekki ad flytja aftur! Thad er alltaf gaman ad flytja í nýja íbúd en 3 íbúdir á 2 mánudum er fullmikid af hinu góda. Sérstaklega thar sem ég er sómi íslenskra kvenna og hef thrifid eldhúsin samkvaemt íslenskum hreinlaetisstadli baedi vid komu og brottför í öllum íbúdunum. Ég hefdi alveg verid til í ad vita thegar ég yfirgaf lúxus íbúdina sem ég var í sídast ad naesta dag kaemi hreingerningarkona og taeki allt í gegn en hugga mig med thví ad thetta heila kvöld sem fór í thrif hafi verid mannbaetandi á allan hátt......
Ég er reyndar flutt í adra lúxusíbúd thví leiguagentinn minn, Silvia, er svo midur sín yfir öllum thessu veseniu ad hún reddadi mér annari lúxus íbúd á spottprís. Thad er líka nóg af lausum íbúdum vid Midjardarhafid á thessum árstíma. En nýja íbúdin mín er aedi, med smá tilfaeringum er hún bara mjög mikid í anda Hafdísar vinkonu minnar í Kramhúsinu, 3 svefnherbergi, 2 badherbergi, stofa og eldhús og tvennar svalir!!! Alveg vid ströndina svo ég fylgist med ölduganginum á sídkvöldum! Svo er ég ad venjast ýmsum lúxus svo sem örbylgjuofni og upptvottavél!!! Eini gallinn er ad thegar kólnar á Spáni thá KÓLNAR INNANHÚSS!!!
Ég er reynar med thad fínasta af öllu fínu hér "centralheating" en sem íslendingur á ég soldid erfitt med ad skilja hverning einhverjum finnst thad gód hugmynd ad hita hús med thví ad blása heitu lofti um alla íbúd!! Hehe
Svo vantadi líka heita vatnid um helgina en eigendur íbúdarinnar, mjög virduleg eldri hjón, maettu í heimsókn í morgun ásamt eldri pípulagningamanni á mótorhjóli til ad kippa tví í lag. Ég sat frekar hálfvitaleg í doppóttu náttbuxunum mínum og spalladi vid óadfinnanlega klaedda frúnna Á SPAENSKU medan karlpeningurinn losadi um stífluna í vatnshitaranum. Hún rak augun í thad ad ég hafdi verid ad nota náttbordslampann á bordstofubordinu vid spaenskuaerdóminn og brá sér hid snarasta frá og kom tilbaka med skrifbordslampa!! Held barasta ad ég sé í fínum höndum!
Annars förum vid Atli til Belgíu eftir rúma 20 daga til ad eyda jólunum med Öldu systur og Wanesi. Systir mín hefur gert mér thad ljóst ad hún falli á önninni ef ég missi af flugvélinni. Ég á semsagt ad fara beint í kvikmyndaver thegar ég lendi og leika Lolu í 101 í verkefni sem hún er ad gera í kvikmyndaskólanum!!!!

Sunday, November 27, 2005

Málverkid og náttúrann

Heitir sídasti og fyrirferdarmesti kúrsinn sem ég er í. Kennarinn er örugglega graenmetisaeta, stórmyndarlegur gleraugnaglámur. Ég var í thann thann veginn ad falla fyrir thessum vidkvaemnislega manni thegar hann settist í stól í umraedutíma og í ljós komu thessir líka Hollywoodbleiku sokkar! (leyndir nautabanadraumar???) En hann er aedi, talar ágaetis ensku og finnst "muy bien" ad fá íslenskan nemanda í náttúruumraeduna. Ekki ad ég geti sagt mikid, en thad vantar ekki hugrekkid, thýddi KRUMMI SVAF Í KLETTAGJÁ á spaensku, hehe, med ordabók!!!! Fae taeplega pulitzer fyrir thydinguna en sýndi a.m.k. vidleitni. Ég veit samt ekki med alla thessa theoríu í thessum kúrsi, thad tók mig tvo heila daga ad thýda námsáaetlunina!! -og hann heldur áfram ad daela í okkur lesefni. Máladi mitt fyrsta íslenska landlagsmálverk í thessum kúrs, eftir minni; "Thórarinn B á prósentum hjá útflutningsrádi" Get ekki annad en glott yfir sjálfri mér, ég hef nú ekki lítid hlegid ad íslenskri thjódrembu í gegnum tídina; nú nálgast ég öll verkefni í kúrsinum PINTURA Y NATUALEZA raulandi "Ísland thúsund ár........."
Kannski ad madur sé íslendingur eftir allt?

Meiri skóli

Í fyrsta tímanum mínum í Retrato (portret-málun) rambadi ég beint í próf á spaensku. Kennarinn er aevintýralegur, mjög sérstök typa ekki mikid eldri en ég, ( dadradi ekkert vid mig eins og allir spaenskir karlmenn gera, hmm eitthvad bogid vid thad, hehe) Hann lítur út eins og DA Vinci med sída slöngulokka og thá minimalísku skeggrönd sem ég hef séd! Madur veit samt aldrei med spaenska karlmenn enda helsta ímynd karlmennskunnar menn í palíettubúningum og bleikum sokkum! (nautabanar) Hann leyfdi mér ad taka prófid med mér heim og eftir fremur misheppnadar thýdingartilraunir hjálpadi minn kaeri vinur Borja mér ad thýda spurningarnar. (..og gaf mér reyndar thau svör sem ég vissi ekki) Kunnátta mín í enskumyndlistartaeknimáli er ekki betri en svo ad hálft prófid vard ad skýrirngarmyndum (í litum og allt...) -ég treysti heldur ekki á enskukunnáttu kennarans sem er nokkur en ekkert stórfengleg. Thessi líka alvarlegi madur fékk hlátursrkast thegar ég afhenti honum prófid og ég held ad ég sé í nádinni hjá honum a.m.k fyrir vidleitni! Hann er ekki óperuunnandi en heldur okkur vid efnid med latin-tónlist í bland vid tíbeska íhugunartónlist. Í eitt skiptid stillti hann á spaenskt útvarpsleikrit/ farsa en thad gekk ekki mjög vel, módelid hló svo mikid ad thad var ómögulegt ad teikna hann!!!

Tuesday, November 22, 2005

SKÓLINN

er skemmtilegur thó enn sem komid er geri hann ekki mikid fyrir mig félagslega. Their sem eru med mér í kúrsum eru mjög vingjarnlegir en enskukunnáttan er nánast engin og fólk geftst fljótlega upp á ad tala vid mig! Thar sem ég er tölvui og mállaus valdi ég kúrsa sem hvorki krefjast taekjabúnads né eru mjög fraedilegir. T.e.a.s. basic stuff; Well, mér gekk satt ad segja ekki sem best ad vakna í "mannslíkamaskúlptúr" kl. 8 á morgnana 2 xviku. Eftir 3skróp fjárfesti ég í loftárásavidvörunnarvekjaraklukku til ad komast ad thví ad allur leirinn í skólabúdinni var uppseldur! (Vid erum med okkar eiginn Litaland inní skólanum) Ég fór og hitti kennarann sem var mjög gamall, taladi enga ensku og endadi thad samtal á thví ad ALLUR bekkurinn var komin til ad leggja saman enskukunnáttu sína og túlka samtalid milli mín og proffesorsins sem hljódadi uppá hann gaeti ekki kennt mér nema ég laerdi spaensku í einum graenum!! Er haett í thessum kúrs og fae ad gera sjálfstaett verkefni fyrir LHÍ í stadinn!
Taller de pintura er málunarworkshop med eldri proffessor sem talar heldur enga ensku! Thessi kúrs er á kristilegum tíma og ganga tjáskiptin bara mjög vel; t.e.a.s prófessorinn er búinn ad gera mér thad kristaltaert ad ég sé handónýt í módelteikningu!! Thad er ekki laust vid ad ég hugsi LHI thegjandi thörfina thví hér trúir tví ekki nokkur lifandi madur ad ég sé á 3ja (4da med fornámi) ári í myndlist. Med minni bágbornu spaenskukunnáttu útskýrdi ég fyrir prófessornum ad Akademían á Íslandi vaeri "solo conseptual" og ad ég hefdi teiknad "NO modelo dos añjos!"
Hann tók thad gott og gilt (med skeptískum svip thó) og uútskýrdi fyrir mér med hjálp "enskumaelandi konu" sem átti leid um verkstaedid ad línan hjá mér vaeri ALLS EKKI PROFESSIONAL!
Hann er annars mjög elskulegur og baetti upp fyrir nidurrifid med thví ad hrósa mér mikid fyrir litanotkun. Thetta er aedislegur kúrs, vid erum ad teikna módel med bleki og tannstönglum og vinnum svo áfram med myndirnar (MANUPILASJÓN; eins og hann endurtekur í sífellu) med allskyns hundakúnstum svo úr verda hin fegurstu listaverk. Professorinn er mikill óperuunnnandi og skapar skemmtilega stemmingu á verkstaedinnu med úrvali klassískrar tónlistar.

EKKI SEINNA VAENNA...

..ad fara ad setja upp jólaskraut. TODO 1 E svaedid hefur nú verid tekid undir jólaskraut í Alcampo. (Acampo, ATH! er verslunarmidstödin í Poert S og spilar stóra rullu í lífi mína) Thad kemur í sjálfu sér ekki á óvart thví Spánverjar taka sér thann tíma sem their thurfa í hlutina. Their eru t.d. ekkert ad stressa sig á thví ad fara í kirkjugardinn korter í sex á adfangadag; Their taka frá sérstakan dag í nóvemberbyrjun til ad leggja blóm á elidi fráfallinna aettingja!
Spánverjar eru almennt ekki hlyntir thví ad vera ad slíta í sundur daginn med einhverju braudstriti og thví b´rua their yfirleitt bilid ef adeins er einn dagur milli lögbodinna frídaga.
Um daginn var dagur hinna daudu á thridjudegi og thví fannst prófessorunum mínum alger ótharfi ad vera ad trufla nemendur (og sjálfa sig) med thví ad hafa tíma á mánudegi. Ég fékk thví 5 daga frí en 5. dagurinn kom til af thví ad thad er aldrei kennt í skólanum mínum á midvikudögum! Sem er mjög lógist thar sem kúrsar eru almennt 2svar í viku og alger ótharfi ad vera ad flaekja stundatöfluna med thessum 5 vinnudegi sem gengur af. Thessi langa midvikudags siesta venst vel og ég er ekki frá thví ad hún aetti ad vera almenn regla í heimi hins vinnandi manns. Madur verdur jú ad fá ad pústa inn á milli!!!

Tuesday, November 15, 2005

Mikil hamingja!!!!

Internetkaffid í Port S er loksins opnad og ég reikna med ad geta farid ad blogga daglega hér hjá mínum frábaeru argentísku vinum! Nú til ad byrja med er thad samt BA ritgerdin mín, eda öllu heldur drögin ad henni, sem hefur forgang enda rúmri viku á eftir áaetlun! hmm
En dagbókin er full af skrifum sem bída thessa ad komast á netid. Sakna ykkar allra!!!