Tuesday, November 22, 2005

SKÓLINN

er skemmtilegur thó enn sem komid er geri hann ekki mikid fyrir mig félagslega. Their sem eru med mér í kúrsum eru mjög vingjarnlegir en enskukunnáttan er nánast engin og fólk geftst fljótlega upp á ad tala vid mig! Thar sem ég er tölvui og mállaus valdi ég kúrsa sem hvorki krefjast taekjabúnads né eru mjög fraedilegir. T.e.a.s. basic stuff; Well, mér gekk satt ad segja ekki sem best ad vakna í "mannslíkamaskúlptúr" kl. 8 á morgnana 2 xviku. Eftir 3skróp fjárfesti ég í loftárásavidvörunnarvekjaraklukku til ad komast ad thví ad allur leirinn í skólabúdinni var uppseldur! (Vid erum med okkar eiginn Litaland inní skólanum) Ég fór og hitti kennarann sem var mjög gamall, taladi enga ensku og endadi thad samtal á thví ad ALLUR bekkurinn var komin til ad leggja saman enskukunnáttu sína og túlka samtalid milli mín og proffesorsins sem hljódadi uppá hann gaeti ekki kennt mér nema ég laerdi spaensku í einum graenum!! Er haett í thessum kúrs og fae ad gera sjálfstaett verkefni fyrir LHÍ í stadinn!
Taller de pintura er málunarworkshop med eldri proffessor sem talar heldur enga ensku! Thessi kúrs er á kristilegum tíma og ganga tjáskiptin bara mjög vel; t.e.a.s prófessorinn er búinn ad gera mér thad kristaltaert ad ég sé handónýt í módelteikningu!! Thad er ekki laust vid ad ég hugsi LHI thegjandi thörfina thví hér trúir tví ekki nokkur lifandi madur ad ég sé á 3ja (4da med fornámi) ári í myndlist. Med minni bágbornu spaenskukunnáttu útskýrdi ég fyrir prófessornum ad Akademían á Íslandi vaeri "solo conseptual" og ad ég hefdi teiknad "NO modelo dos añjos!"
Hann tók thad gott og gilt (med skeptískum svip thó) og uútskýrdi fyrir mér med hjálp "enskumaelandi konu" sem átti leid um verkstaedid ad línan hjá mér vaeri ALLS EKKI PROFESSIONAL!
Hann er annars mjög elskulegur og baetti upp fyrir nidurrifid med thví ad hrósa mér mikid fyrir litanotkun. Thetta er aedislegur kúrs, vid erum ad teikna módel med bleki og tannstönglum og vinnum svo áfram med myndirnar (MANUPILASJÓN; eins og hann endurtekur í sífellu) med allskyns hundakúnstum svo úr verda hin fegurstu listaverk. Professorinn er mikill óperuunnnandi og skapar skemmtilega stemmingu á verkstaedinnu med úrvali klassískrar tónlistar.

3 comments:

Anonymous said...

Mikið er gott að heyra að það er gaman í skólanum hjá þér! Hvaða sjálfstæða verkefni ertu að gera fyrir LHÍ í staðinn?
Ég sit hérna á bókasafninu í HR og á að vera að læra um markaðssetningu á fyrirtækjamarkaði en... hugurinn reikar.... bara 9 dagar í jólafrí...

Domma said...

hæ hæ :O)
þetta hljómar allt mjög ævintýralegt og skemmtilegt hjá þér. Greinilega mjög ólíkt því sem að við erum að gera í LHí ohhh þetta er þessi rómantíska ímynd listaháskóla leirmyndagerð og módel með brjálaða kennara sem hafa svo mikla ástríðu fyrir tungumálinu sínu alveg brillíant ;o)
Hlakka til að heyra meira

Conceptual kveðja Ólöf Dómhildur

Anonymous said...

Komin med internet heima!!!!!!! 2 holur gegnum parketidgolfid i stofunni nidur til grannans, 15 metra long snura og rooter gerdu trixid vuhu! Tökur a 1o1 byrja 21sta december, bardist eins og ljon vid ad fa thessa dagsetningu. Vid erum bodin i mat til mommu og pabba Wannesar, a joladag, veit - ekki gaman, serstaklega ekki ef vid verdum oll thunn eftir jolapartyid hennar Huldu thann 24da, en verdum ad fara. x litla