Þegar liðnar voru rúmar tvær vikur og ekkert hafði heyrst af sjómanninum unga var móðurinni nóg boðið hafði uppá útgerðinni á netinu og gerði sér lítið fyrir og hringdi um borð í Höfrung!
Ungi maðurinn ber sig vel segist búa við gott atlæti, vera í góðum félagsskap og ekki finna fyrir neinni sjóveiki! Hann hefði ekki hugmynd um hvar hann væri staddur eða hvað verið væri að veiða en móðirin var sátt að heyra í honum gott hljóð!
Annars er ekki margt að frétta nema það að ég er komin með sambýliskonu í herbergið hans Atla. Kristín er fyrrum skólasystir mín og fyrirtaks félagsskapur og því ekki einmanalegt í fjarveru einkasonarins. Nú svo er ég í stöðugu sambandi til Afríku og er farin að undirbúa ferð þangað um jólin! Í fréttum var þetta helst!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Hvernig er það með þenna dreng, ætlar hann bara að vera á sjó það sem eftir er? Fer Atli með þér út?
Hæ. Dagný er byrjuð að blogga á www.blog.central.is/dra
Hún er voða happý á Íslandi og væri mikið til í að heyra í þér /sjá þig. x
meira blogg, meira blogg! x
Post a Comment