Thursday, August 16, 2007
Reykjavík
Þá er ég búin að vera á Íslandi í viku. Það var rigningarsuddi þegar við Tóti lentum í KEF og eyjan góða eins grá og hugsast getur. Ég fæ alltaf kökk í hálsinn þegar ég lendi hér og það er ekki af ættjarðarást heldur þunglyndi yfir því að vera komin aftur. Ég held svo niðrí mér andanum fyrstu sólarhringana –svona í andlegum skilningi og reyni að lifa á útlensku súrefni sem lengst og vera með hugann þar sem ég var, ekki alveg tilbúin að leyfa íslenskum veruleika að kikka inn. En hann gerir það alltaf..fyrr en síðar. Bráðum kemst ég burt.....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Og hvað er næst á dagskrá?
Post a Comment