Saturday, September 13, 2008
Á morgnana...
Það er haust í lofti hér í Kaupmannahöfn. Einn morguninn fann ég lyktina af köldu lofti þegar ég kom út um sexleytið og það setti að mér hroll þegar ég hjólaði af stað. Nokkrum dögum síðar var enn rökkur um hálfsex og í fyrsta skipti í langan tíma var erfitt að vakna. Þessir erfiðleikar ágerast með degi hverjum. Nú er svo komið að ég fálma eftir hlýjum fötum um leið og ég vakna og þarf að hafa ljós á hjólinu klukkan sex. Hinir sem vakna á eðlilegum tíma hafa ekki hugmynd um þetta því það er aftur komið síðsumar klukkan átta.....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment