Saturday, November 01, 2008

Atvinnuleysi

Líkamsklukkan er magnað fyrirbæri. Í fyrstu fannst mér það óyfirstíganlegt að mæta í vinnu kl.7 að morgni og leið á hverju kvöldi eins og ég væri að fara í morgunflug, gat ekki fest svefn af stressi yfir að vakna ekki. Í síðustu viku var klukkunni seinkað um einn tíma og þá tók ég uppá því að vakna einum tíma á undan klukkunni! Það tók mig 3 daga að aðlagast og núna vakna ég aftur kl. hálfsex líka þegar ég á frí! Frí er nú reyndar bara fínt orð yfir atvinnuleysi. En ég ætla að reyna a ímynda mér að þetta sé frí enda þarf ég á slíku að halda. Á þessu síðasta ári hef ég tvisvar verið atvinnulaus í mánuð sem er alveg ný reynsla fyrir mig. Ég hef alltaf vitað nokkurn vegin hvað er framundan og störf hafa komið til mín fyrirhafnarlaust. Þessi atvinnuleysistímanbil hafa verið hræðileg og ég hef engan vegin getað notið frelsisins vegna lamandi ótta og ovissu. Nú er ég reynslunni ríkari í atvinnuleit og veit hvað skilar árangri og hvað er tímaeyðsla. Til að halda geðheilsu ætla ég þessa fyrstu viku að vera í atvinnuleit 4-6 tíma á dag og fara svo bara að sinna málverkinu. Og blogga á hverjum degi....

1 comment:

Anonymous said...

Nú er klukkan að verða 10 að morgni hér heima og allt í einu
datt mér í hug að kíkja á síðuna þína áður en ég færi að gera eitthvað annað sem liggur fyrir- og viti menn (: er þá ekki mín búin að blogga eldsnemma að morgni, ætaði varla að trúa þessu þegar ég sá dagsetninguna!
Gangi þér vel í atvinnuleitinni elskan og láttu okkur fylgjast með hér á síðunni.
Mamma