Blessaður maðurinn fannst að lokum. Reyndist vera í harðri forræðisdeilu í hæstarétti, setti mig ekki frekar inní það mál, vildi bara eignast hrein föt. Læt mig dreyma um stafla af hreinum nærbuxum á leiðinni í skólann...
DAGUR 1. Sonur minn hringir, er mikið niður fyrir, reimin passar ekki!!!
Ég bugast. Í tvo daga.
DAGUR 4. Ég hringi í Rafbreidd og bið þá vinsamlegast um að senda mér mann og reim
- mér er alveg sama hvað það kostar. Missi tíma úr skóla til að taka á móti manninum og fæ mér frí á kvöldvaktinni í vinnunni, ætla að vera heima að þvo þvott í kvöld.
Elskulegur viðgerðarmaður kemur á svæðið og tilkynnir mér að það sé ekkert reimin sem er farin, heldur legurnar! ??? Hvað þýðir það? Vélin þarf að fara á verkstæði.
Nota kvöldvaktafríið til að taka á móti sendibílstjóra og þvo það nauðsynlegasta í höndunum.
DAGUR 7, Þvottavélin kom heim í gær, ég þori ekki að prófa hana. Ætla fyrst að tala við miðil og reyna að friðmælast við þessa þvottakonu sem ég kom svona illa fram við í fyrra lífi. Það er gott að tuða á blogginu.
Saturday, March 25, 2006
Friday, March 24, 2006
Þvottavélakarma II taka2
Fyrstu vikurnar á Íslandi var ég of upptekin við að skrifa BA ritgerð til að gefa mig í þetta þvottavélamál -enda má lengi finna gamla ibizaboli og ósamstæða sokka í skápnum. Að lokum var það karlmaðurinn á heimilinu sem tók málin í sínar hendur og hafði uppá þvottavélaviðgerðarmanni sem var til í að gera við vélina fyrir myndskreytingu á skinn. Þá kom í ljós að um sakamál var að ræða, einhver hafði stolið reiminni úr vélinni??? Ég veit ekki hvort fólk beinlínis brýst inní þvottahús og stelur þvottavélareimum en ég gruna a.m.k. ekki hálfníræða nágrannakonu mína um græsku. Málið er ekki hjá rannsóknarlögreglu en ég fékk það verkefni að kaupa nýja reim enda ekki boðið uppá varahluti í svona skiptibuisness. Ekkert mál...
DAGUR 1. Ég tók strætó úr skólanum í Heklu til að kaupa nýja reim. Þeir eru hættir með umboðið og ég var orðin of sein í vinnuna og þurfti að fresta málinu.
DAGUR 2. Ég fór með strætó í Eirvík að kaupa reimina. Þeir tóku bara við eldavélaumboðum af Heklu. Engar reimar þar. Ég orðin of sein í skólan og fresta málinu.
DAGUR 3. Ég er svo heppin að fá far í ASKALIND þar sem Rafbreidd er til húsa, hef vaðið fyrir neðan mig og hringi fyrst, þeir eru með umboðið í dag OG eiga þessa reim. Kemur í ljós að þeir loka kl. 17 00 -klukkan er 17 10. Ég fer í soldið vont skap og karlamðurinn á heimilinu segir mér að vera ekkert að pirra mig á þessu -hann skuli redda því! Vel upp alinn drengur :-)
DAGUR 4-7. Karlamðurinn á heimilinu ýmist sefur yfir sig eða fær ekki far. Engin reim.....
DAGUR 8. Ég vakna snemma tek 2 strætóa í Kópavog, fer í Rafbreidd og kaupi reim. Tek aðra tvo strætóa til baka.
DAGUR 9-11. Karlmaðurinn á heimilinu fær það verkefni að hafa uppá viðgerðarmanninum. Gengur illa, var á leið í héraðsdóm síðast þegar frétist, Hmm, hvaða maður er þetta annars?
DAGUR 1. Ég tók strætó úr skólanum í Heklu til að kaupa nýja reim. Þeir eru hættir með umboðið og ég var orðin of sein í vinnuna og þurfti að fresta málinu.
DAGUR 2. Ég fór með strætó í Eirvík að kaupa reimina. Þeir tóku bara við eldavélaumboðum af Heklu. Engar reimar þar. Ég orðin of sein í skólan og fresta málinu.
DAGUR 3. Ég er svo heppin að fá far í ASKALIND þar sem Rafbreidd er til húsa, hef vaðið fyrir neðan mig og hringi fyrst, þeir eru með umboðið í dag OG eiga þessa reim. Kemur í ljós að þeir loka kl. 17 00 -klukkan er 17 10. Ég fer í soldið vont skap og karlamðurinn á heimilinu segir mér að vera ekkert að pirra mig á þessu -hann skuli redda því! Vel upp alinn drengur :-)
DAGUR 4-7. Karlamðurinn á heimilinu ýmist sefur yfir sig eða fær ekki far. Engin reim.....
DAGUR 8. Ég vakna snemma tek 2 strætóa í Kópavog, fer í Rafbreidd og kaupi reim. Tek aðra tvo strætóa til baka.
DAGUR 9-11. Karlmaðurinn á heimilinu fær það verkefni að hafa uppá viðgerðarmanninum. Gengur illa, var á leið í héraðsdóm síðast þegar frétist, Hmm, hvaða maður er þetta annars?
TUÐ II
Var að skrifa framhald 1 af þvottavélatuði í vikunni þegar bloggið brann yfir og ég fékk ekki tækifæri til að klára. Kannski þolir bloggsíðan ekki svona mikið tuð???
Thursday, March 16, 2006
TUÐ 1 þvottavélakarma I
Ég held að ég sé með slæmt þvottavélakarma. Ég keypti mína fyrstu þvottavél 17 ára gömul þegar sonur minn fæddist. Candy stóð sig vel eða svona með eðlilegu viðhaldi af og til. Síðastliðið sumar bræddi hún úr sér eftir 16 ára dygga þjónustu. Ég fann það á henni að hún var að gefast upp en tveir viðgerðarmenn reyndu að sannfæra mig um hið gagnstæða í nokkurn tíma og trúðu ekki hugboði mínu fyrr en það kveiknaði næstum því í þvottahúsinu. Candy átti svo sannarlega skilið höfðinglega bálför en sonur minn var nú sem betur fer heima og forðaði þvottahúsinu frá því.
Nú voru góð ráð dýr enda gerir Lánasjóður íslenskra námsmanna ekki ráð fyrir viðhaldi eða endurnýjun á heimilistækjum. Barnsfaðir minn mátti ekki uppá þessa eymd horfa og lét okkur fá nýlega þvottavél sem hann þarf ekki að nota eins og er og þarfnaðist smá lagfæringar. Þessi nýja heitir Hotpoint og er líkari silfurlitum sportbíl en þvottavél. Viðgerðarmaðurinn var enga stund að gera við hana; tók barnalæsinguna af þessu tölvustýrða undri. Nokkrum vikum síðar fór ég til Spánar og komst flótlega að því að þvottavélin sem fylgdi íbúðinni þar var biluð! Ég missti samtals þrjá morgna úr skóla meðan ég beið eftir viðgerðarmanni að spænskum sið. Eigandi íbúðarinnar neitaði svo að borga reikninginn og varð þetta allt saman að slíku leiðindamáli að ég skipti um íbúð. Í nýju íbúðinni var glæný þvottavél og ég lærði á þvottavél númer 2 þann mánuðinn með hjálp orðabókar. Ég hélt þó áfram að missa úr skóla vegna viðgerðarmanna í þeirri íbúð þar sem svalahurðirnar voru soldið að detta af!! En það er önnur saga. Í íbúð númer þrjú var sem betur fer þvottavél með skýringamyndum en ekki texta en þess má geta að hún var eitthvað farin að slá slöku við undir rest. Þá var ég orðin svo þreytt á þessu öllu að ég flaug bara yfir Atlantshafið með óhreinatauið til mömmu! (Lærði það af syni mínum)
Það fyrsta sem Inga vinkona sagði þegar ég kom heim var "Heyrðu, þvottavélin er eitthvað biluð"...
Nú voru góð ráð dýr enda gerir Lánasjóður íslenskra námsmanna ekki ráð fyrir viðhaldi eða endurnýjun á heimilistækjum. Barnsfaðir minn mátti ekki uppá þessa eymd horfa og lét okkur fá nýlega þvottavél sem hann þarf ekki að nota eins og er og þarfnaðist smá lagfæringar. Þessi nýja heitir Hotpoint og er líkari silfurlitum sportbíl en þvottavél. Viðgerðarmaðurinn var enga stund að gera við hana; tók barnalæsinguna af þessu tölvustýrða undri. Nokkrum vikum síðar fór ég til Spánar og komst flótlega að því að þvottavélin sem fylgdi íbúðinni þar var biluð! Ég missti samtals þrjá morgna úr skóla meðan ég beið eftir viðgerðarmanni að spænskum sið. Eigandi íbúðarinnar neitaði svo að borga reikninginn og varð þetta allt saman að slíku leiðindamáli að ég skipti um íbúð. Í nýju íbúðinni var glæný þvottavél og ég lærði á þvottavél númer 2 þann mánuðinn með hjálp orðabókar. Ég hélt þó áfram að missa úr skóla vegna viðgerðarmanna í þeirri íbúð þar sem svalahurðirnar voru soldið að detta af!! En það er önnur saga. Í íbúð númer þrjú var sem betur fer þvottavél með skýringamyndum en ekki texta en þess má geta að hún var eitthvað farin að slá slöku við undir rest. Þá var ég orðin svo þreytt á þessu öllu að ég flaug bara yfir Atlantshafið með óhreinatauið til mömmu! (Lærði það af syni mínum)
Það fyrsta sem Inga vinkona sagði þegar ég kom heim var "Heyrðu, þvottavélin er eitthvað biluð"...
Á Íslandi
Þá er Spánar ævintýrinu lokið og ég búin að vera heima í einn og hálfan mánuð. Er samt eiginlega loksins "flutt heim" núna enda fór fyrsti mánuðurinn í að skrifa BA ritgerð í akkorði búandi í ferðatösku. Allt sem ekki komst á bloggið á Spáni verður geymt með sjálfri mér nema ég taki nostralgísk endurminningarköst þegar mér leiðist veðrið..... Svo má líka bara hitta fólk í kaffi og segja sögur ( eins og ég hef nú gaman af svona langloku smáatriðalýsingum sjálf) en það er kannski rétt að segja frá því sð íslenski síminn minn týndist á Spáni og ég er kominn með nýtt númer sem má nálgast á www.siminn.is (held ég) Ég er smám saman að byggja upp nýja símanúmeraskrá sjálf svo ef einhver er sár yfir því að ég hafi ekki hringt gæti ´svo verið að mig vantaði einfaldlega símanúmer.Hef annars verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að halda áfram að blogga fyrst ég hefið komin hingað heim, hef ákveðið að gera það og nota síðuna mestmegins fyrir tuð sem liggur mér á hjarta....
Subscribe to:
Posts (Atom)