Friday, March 24, 2006

Þvottavélakarma II taka2

Fyrstu vikurnar á Íslandi var ég of upptekin við að skrifa BA ritgerð til að gefa mig í þetta þvottavélamál -enda má lengi finna gamla ibizaboli og ósamstæða sokka í skápnum. Að lokum var það karlmaðurinn á heimilinu sem tók málin í sínar hendur og hafði uppá þvottavélaviðgerðarmanni sem var til í að gera við vélina fyrir myndskreytingu á skinn. Þá kom í ljós að um sakamál var að ræða, einhver hafði stolið reiminni úr vélinni??? Ég veit ekki hvort fólk beinlínis brýst inní þvottahús og stelur þvottavélareimum en ég gruna a.m.k. ekki hálfníræða nágrannakonu mína um græsku. Málið er ekki hjá rannsóknarlögreglu en ég fékk það verkefni að kaupa nýja reim enda ekki boðið uppá varahluti í svona skiptibuisness. Ekkert mál...
DAGUR 1. Ég tók strætó úr skólanum í Heklu til að kaupa nýja reim. Þeir eru hættir með umboðið og ég var orðin of sein í vinnuna og þurfti að fresta málinu.
DAGUR 2. Ég fór með strætó í Eirvík að kaupa reimina. Þeir tóku bara við eldavélaumboðum af Heklu. Engar reimar þar. Ég orðin of sein í skólan og fresta málinu.
DAGUR 3. Ég er svo heppin að fá far í ASKALIND þar sem Rafbreidd er til húsa, hef vaðið fyrir neðan mig og hringi fyrst, þeir eru með umboðið í dag OG eiga þessa reim. Kemur í ljós að þeir loka kl. 17 00 -klukkan er 17 10. Ég fer í soldið vont skap og karlamðurinn á heimilinu segir mér að vera ekkert að pirra mig á þessu -hann skuli redda því! Vel upp alinn drengur :-)
DAGUR 4-7. Karlamðurinn á heimilinu ýmist sefur yfir sig eða fær ekki far. Engin reim.....
DAGUR 8. Ég vakna snemma tek 2 strætóa í Kópavog, fer í Rafbreidd og kaupi reim. Tek aðra tvo strætóa til baka.
DAGUR 9-11. Karlmaðurinn á heimilinu fær það verkefni að hafa uppá viðgerðarmanninum. Gengur illa, var á leið í héraðsdóm síðast þegar frétist, Hmm, hvaða maður er þetta annars?

No comments: