Ég held að ég sé með slæmt þvottavélakarma. Ég keypti mína fyrstu þvottavél 17 ára gömul þegar sonur minn fæddist. Candy stóð sig vel eða svona með eðlilegu viðhaldi af og til. Síðastliðið sumar bræddi hún úr sér eftir 16 ára dygga þjónustu. Ég fann það á henni að hún var að gefast upp en tveir viðgerðarmenn reyndu að sannfæra mig um hið gagnstæða í nokkurn tíma og trúðu ekki hugboði mínu fyrr en það kveiknaði næstum því í þvottahúsinu. Candy átti svo sannarlega skilið höfðinglega bálför en sonur minn var nú sem betur fer heima og forðaði þvottahúsinu frá því.
Nú voru góð ráð dýr enda gerir Lánasjóður íslenskra námsmanna ekki ráð fyrir viðhaldi eða endurnýjun á heimilistækjum. Barnsfaðir minn mátti ekki uppá þessa eymd horfa og lét okkur fá nýlega þvottavél sem hann þarf ekki að nota eins og er og þarfnaðist smá lagfæringar. Þessi nýja heitir Hotpoint og er líkari silfurlitum sportbíl en þvottavél. Viðgerðarmaðurinn var enga stund að gera við hana; tók barnalæsinguna af þessu tölvustýrða undri. Nokkrum vikum síðar fór ég til Spánar og komst flótlega að því að þvottavélin sem fylgdi íbúðinni þar var biluð! Ég missti samtals þrjá morgna úr skóla meðan ég beið eftir viðgerðarmanni að spænskum sið. Eigandi íbúðarinnar neitaði svo að borga reikninginn og varð þetta allt saman að slíku leiðindamáli að ég skipti um íbúð. Í nýju íbúðinni var glæný þvottavél og ég lærði á þvottavél númer 2 þann mánuðinn með hjálp orðabókar. Ég hélt þó áfram að missa úr skóla vegna viðgerðarmanna í þeirri íbúð þar sem svalahurðirnar voru soldið að detta af!! En það er önnur saga. Í íbúð númer þrjú var sem betur fer þvottavél með skýringamyndum en ekki texta en þess má geta að hún var eitthvað farin að slá slöku við undir rest. Þá var ég orðin svo þreytt á þessu öllu að ég flaug bara yfir Atlantshafið með óhreinatauið til mömmu! (Lærði það af syni mínum)
Það fyrsta sem Inga vinkona sagði þegar ég kom heim var "Heyrðu, þvottavélin er eitthvað biluð"...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Jújú, halda áfram að blogga ef ekki nema bara fyrir mig og Vigdísi og Röggu. Blogg er gott fyrir tuð. x alda
Heyr, heyr.
hæhæ. Gott að pústa hérna og ekki verra ef það skemmtir okkur hinum ;)
Einar :695-1711
Karen :697-8490
Daníel:699-1234
... ok, ég er að plata, Daníel er ekki kominn með síma. Fær hann í ammælisgjöf í sumar!
Fallega gert að setja númerin sín á netið. Ég er svo barnaleg að ég gæti hellst í síma-at.
Post a Comment