Blessaður maðurinn fannst að lokum. Reyndist vera í harðri forræðisdeilu í hæstarétti, setti mig ekki frekar inní það mál, vildi bara eignast hrein föt. Læt mig dreyma um stafla af hreinum nærbuxum á leiðinni í skólann...
DAGUR 1. Sonur minn hringir, er mikið niður fyrir, reimin passar ekki!!!
Ég bugast. Í tvo daga.
DAGUR 4. Ég hringi í Rafbreidd og bið þá vinsamlegast um að senda mér mann og reim
- mér er alveg sama hvað það kostar. Missi tíma úr skóla til að taka á móti manninum og fæ mér frí á kvöldvaktinni í vinnunni, ætla að vera heima að þvo þvott í kvöld.
Elskulegur viðgerðarmaður kemur á svæðið og tilkynnir mér að það sé ekkert reimin sem er farin, heldur legurnar! ??? Hvað þýðir það? Vélin þarf að fara á verkstæði.
Nota kvöldvaktafríið til að taka á móti sendibílstjóra og þvo það nauðsynlegasta í höndunum.
DAGUR 7, Þvottavélin kom heim í gær, ég þori ekki að prófa hana. Ætla fyrst að tala við miðil og reyna að friðmælast við þessa þvottakonu sem ég kom svona illa fram við í fyrra lífi. Það er gott að tuða á blogginu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Meira blogg!
Post a Comment