Thursday, March 16, 2006
Á Íslandi
Þá er Spánar ævintýrinu lokið og ég búin að vera heima í einn og hálfan mánuð. Er samt eiginlega loksins "flutt heim" núna enda fór fyrsti mánuðurinn í að skrifa BA ritgerð í akkorði búandi í ferðatösku. Allt sem ekki komst á bloggið á Spáni verður geymt með sjálfri mér nema ég taki nostralgísk endurminningarköst þegar mér leiðist veðrið..... Svo má líka bara hitta fólk í kaffi og segja sögur ( eins og ég hef nú gaman af svona langloku smáatriðalýsingum sjálf) en það er kannski rétt að segja frá því sð íslenski síminn minn týndist á Spáni og ég er kominn með nýtt númer sem má nálgast á www.siminn.is (held ég) Ég er smám saman að byggja upp nýja símanúmeraskrá sjálf svo ef einhver er sár yfir því að ég hafi ekki hringt gæti ´svo verið að mig vantaði einfaldlega símanúmer.Hef annars verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að halda áfram að blogga fyrst ég hefið komin hingað heim, hef ákveðið að gera það og nota síðuna mestmegins fyrir tuð sem liggur mér á hjarta....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment