..og rignir rignir!!! Veit ekki alveg með þessi garðyrkjustörf lengur? Hef varla farið úr flísi og regngallanum alla vikuna! Maður verður undarlega rólegur í öllum þessum gráma. Engin seiðandi sumarsól með fyrirheitum um ævintýri handan við hornið. Bara jörðin og vaxandi tenging við hana sem e.t.v. er ekki af hinu slæma.
Símon bauð okkur vinkonunum í mat í gærkvöld. Það helliringdi en við ákváðum nú samt að taka áhættuna á því að drukkna og fórum með björgunarbát á næsta bar. Þar hitti ég fyrir bræður, máttarstólpa í íslensku myndlistalífi. Ræddum um himin og jörð og aðallega jörð og hvernig karmaður gæti riðið jörðinni í bókstaflegri merkingu, veit ekki alveg með þessa konseptlistamenn, er ennþá að reyna að sjá gjörninginn fyrir mér....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Vúhú! Gaman að sjá að þú sért byrjuð að blogga aftur... x alda
Er hægt að ríða jörðinni? Jesús og ég búinn að vera á piprandi bömmer í marga mánuði. Núna verða plokkaðir af köngulóarvefir og konseptlist skoðuð nánar....
Post a Comment