Sunday, June 11, 2006

SmáSMjaður (sms)

Það er fátt ólíklegra til árangurs en að einsetja sér að eiga rólega helgi! Ég er nú afskaplega róleg í tíðinni og lítið gefin fyrir skemmtanir og vitleysu. Vil vakna snemma um helgar og njóta litlu hlutanna í lífinu; að lesa blaðið með kaffibollanum, fá mér göngutúr við Ægissíðuna og rótast eitthvað í garðinum. Það vill bara svo óheppilega til að ég á svo skemmtilega vini. Þannig leiddi eitt af öðru á föstudagskvöldið; eftir rólegheita rauðvínsglas og hugmyndafund féllst ég á að fá mér einn fyrir svefninn með Tóta vini mínum. Það endaði í dansi á einhverri ógæfubúllu í morgunsárið og gítar og söngskemmtun á Ingólfstorgi fram á næsta dag.
Taldi ég þá að ekki yrði úthaldið mikið í matarboðið sem til stóð í gærkvöldi. Mér tókst með naumindum að halda mér uppréttri til tvö og var á leið heim þegar ég rakst á þá félaga Tóta og Bjössa. Þeir voru líka á heimleið svo ég taldi mér óhætt í þeirra félagsskap. Skil ekki ennþá hvernig það tók okkur þrjár klukkustundir að komast frá Ölstofunni út á Mela? En það var mjög gaman á leiðinni.... Það eru forréttindi að eiga svona skemmtilega vini!!!

No comments: