Monday, June 12, 2006

Sniðugt...

...að leggja sig 3svar sama daginn og vera svo andvaka fyrir byrjun vinnuvikunnaar. Fólk hefur reyndar fengið stórbrotnar hugmyndir á andvökunóttum svo það er e.t.v.ekki með öllu slæmt. Verra að vera andvaka á "pyntingarbekknum" rúminu í gestaherbergi foreldra minna. Hvað var þetta með þessa gömlu svefnsófa, 70 cm á breidd með grjótharðri dýnu? Elur ekki af sér neinar góðar hugmyndir; í besti falli vandamálakrufningar. Niðurstaða krufnngarinnar er; of mikið vinnuálag í bland við eftirútskriftarþunglyndi. Hvað gerir maður þegar markmiðum er náð???

No comments: