Friday, October 28, 2005

Meiri hjálpsemi....

Síddegis sama dag tók önnur eldri señora af mér völdin!
Ég hef rennt hýru auga til hárgreidslustofunnar í "mallinu mínu" thví mér gafst ekki tími til ad fara í klippingu heima og hárid á mér ordid vaegast sagt druslulegt. Ég fór tví á hárgreidlustofuna thar sem engin reyndist tala ensku og "klippti" á mér hárid med fingramáli og spurdi hvad thad kostadi og hvort ég thyrfti ad panta tíma.
Hún sagdi mér hvad thad kostadi og svo var mér bókstaflega hrint í hártvottastólinn! Ég hélt ad ég vaeri med vadid fyrir nedan mig thví ég hafi medferdis litlu sos ensk-spaenskubókina mína sem m.a. er med kafla sem heitir "Á hárgreidslustofunni" thetta gerdist hins vegar allt svo hratt ad ádur en ég gat dregid upp bókina óg útskýrt hvad ég vildi var ung bleikhaerd kona komin med skaerin á loft og farin ad klippa af mér hárid!! Mér tókst á sídustu stundu ad sýna henni med fifgrmáli ad hún maetti ekki taka mikid en "styttur" voru mér um megn og thví er ég núna komin med svona líka ljómandi thrádbeina klippingu!!! ;-)))

Hjálpsemi spaenskra kynsystra minna nádi svo hámarki í súpermarkadnum. Ég er komin í hlýrabolahallaeri tví hér er ennthá sumarvedur og thessir fáu hlýrabolir sem ég á eru eins og annar thvottur í 2-3 daga ad thorna á snúrunum. Í súpermarkadnum hef ég uppgvötad svaedi sem heitir TODO 1 E. Thar er allt á eina evru og flest sem ég hef keypt til heimilisins hef ég fengid thar. Their eru mjög duglegir ad baeta vid vörum og ég hef uppgvötad ad ef mann vantar eitthvad borgar sig bara ad bída í tvo daga og thá er thad örugglega komid á TODO svaedid. Thad borgar sig fyrir fátaeka námsmenn ad fylgjast med daglega tví tharna fást ótrúlegustu hlutir. Í dag sá ég ad thad var kominn fullur kassi af gódum hlýrabolum í svona líka fallegum litum. Ég var audvitad haestánaegd og sá fram á ad geta keypt 7 boli fyrir verd ódýrasta hlýrabols á Íslandi. Eitthvad voru staerdirnar samt skrýtnar; ekki S-M-L eins og ég á ad venjast heldur G-P ofl. Ég spurdi thví señoru sem var ad gramsa vid hlidina á mér hvort P vaeri sama og small? Jú, hún var ekki frá tví -svo virti hún mig fyrir sér góda stund, sneri mér svo í hring og fullyrti ad ég vaeri M! Ég velti tví fyrir mér og gat fallist á ad thad vaeri líklegt enda spaenskar konur mun minni en íslenskar og númerin líklega samkvaemt thví. Allar komurnar sem voru ad gramsa í kassanum eftir réttum staerdum fylgdust med thessum ordaskiptum okkar og thegar staerdin var komin á hreint fóru thaer allar ad rétta mér alla thá M boli sem thaer fundu!!! Á endanum var ég komin med a.m.k. 30 boli í fangid!!! KONURNAR HÉR ERU STÓRKOSTLEGAR!! (úr dagbók - nýrri fréttir innan skamms)

Á valdi spaenskra kvenna!

Valenciubúar eru upp til hópa sérlega elskulegir og hjálpsamir. Kannski einum of -tví theim er trúandi til ad vísa thér frekar vitlaust til vegar en ad reyna ekki ad hjálpa!!! Ég er ennthá ekki alveg búin ad átta mig á straetis (rútu)vagnakerfinu í Port S. Thad eru nokkrir vagnar sem koma allir á svipudum tíma, hafa sömu númer en fara hver í sína áttina... Thad er eins gott ad ramba á réttan vagn sé madur á leid í baeinn tví annars getur madur endad á rúntinum milli smáthorpanna í Alboraya og endad svo aftur á byrjunarreit. Ég hef hingad til treyst á fólkid á stoppustödinni -bendi á vagnin sem er ad koma og set upp spurningamerkissvipinn og segi Valencia center???
Thad hefur hingad til gengid vel thartil í gaer ad ég hugdist bregda mér í stutta ferd í bankan rétt hjá skólanum mínum. Ég benti á vagninn sem ég hafdi á tilfinningunni ad vaeri sá rétti og spurdi eldri Señoru hvort hann faeri til Valencia center? "NO NO NO" sagdi frúin og baetti svo vid einhverjum ósköpum á spaensku og ég sá thann kost vaenstan ad treysta konunni. Skömmu sídar kom annar vagn sem hún bókstaflega DRÓ mig inní! Mér fannst thetta llt hálf einkennilegt tví fargjaldid var minna en venjulega en ég gat ekkert sagt og var voda feginn thegar frúin benti á laust saeti vid hlidina á sér og mér skildist ad hún vaeri á leid í baeinn og ad ég aetti ad fylgja henni.
Thad er skemmst frá tví ad segja ad innan tídar hafdi ég ekki hugmynd um hvar í héradinu ég vaeri!!
Frúin tók ekki nokkurt mark á tví ad ég sagdist ekki tala spaensku og spjalladi vid mig um daginn og veginn (heldég??) og ég gat lítd annad gert en kinka kolli og segja "sí" vid og vid.
Thegar ég var ordin endanlega týnd ákvad hún ad nú faerum vid út! Thá baettust vid tvaer eldri señorur í vidbót og mér var sýnt ad ég aetti ad fylgja theim. Thótt ég skildi ekki neitt sem theim fór á milli áttadi ég mig á tví ad thaer vaeru ad velta vöngum yfir mér. Allt í einu vorum vid svo staddar á metróstöd og thá kom í ljós ad thaer voru allar med einhvern metrópassa en ég bara med straetókvittun. Mér tókst med handapati ad spyrja kvort ég aetti ad kaupa mida í metró en vinkona mín hélt nú ekki! Svo svindladi hún mér í gegnum hlidid med passanum sínum og vard öskureid thegar hún komst ekki sjálf í gegn strax á eftir og fór ad rífast og skammast í starfsfólki stödvarinnar!!
Thad bjargadi thessu einhvernveginn og svo fórum vid í metró. Ég sá fljólega á skilmerkilegu korti í lestinni hvert vid vaerum ad fara og útskírdi fyrir henni ad ég aetladi út á adallestarstödinni thadan sem ég rata í bankann. (Reyndar gódur spölur) Vinkona mín vildi alls ekki leyfa mér thad og fullyrti ad ég yrdi ad koma med henni!
Hún veifadi metrópassanum sínum framan í mig og sem betur fer skildi ég hana rétt; Thad tharf líka metrópassa til ad komast úr metró!! Ég fylgdi thessari elsku tví alla leid og thakkadi henni kaerlega fyrir HJÁLPINA - sá svo thann kost vaenstan ad borga sexfallt straedógjald fyrir leigubíl í bankann tví ég var kortlaus og var ekki viss um ad rata!!

ER HAETT AD BÍDA....

Eftir ad internetkaffid í Port S opni. Haett ad bída í bidröd eftir thessum fjórum almennranota tölvum í skólanum ( tvaer eru alltaf biladar og svo er bidröd -svo kvörtum vid 75, í LHÍ med 50 tölvur og allir med fartölvu hér eru 2000 med 4 tölvur og engin á fartölvu) Er samsagt farin ad nota almenn internetkaffihús í Valencia til ad halda uppi bloggsídunni minni. Vil vekja athygli á tví ad ég er komin med spaenskan síma 34696199706 thad thýdir samt lítid ad senda mér sms thví ég haf sjaldan efni á ad svara theim!!! Thad eina sem er miklu dýrara á Spáni er ad vera med gsm og svo rukka their himinháar upphaedir fyrir sms til útlanda!!!

Wednesday, October 19, 2005

Húsmódurstörf og flutningar!!!

Thad er eins med internetkaffid í thorpinu mínu og annad hér á Spáni - ef thad á ad opna á laugardaginn getur thad allt eins thýtt á laugardaginn í tharnaestu viku eda vikunni thar á eftir...
Búid ad vera mikid ad gera!! Atli kom í sídustu viku og vid vorum í einn dag í Alicante ad skoda kastala og fleira ádur enn vid fórum til Valencia. Minn heittelskadi sonur kom yfir Atlantshafi med óhreinatauid sitt til mömmu! Sem var vel tímasett thar sem thvottavélin var bilud. Nýbúin ad standa í biladri og ónýtri tvottavél á Íslandi og aftur byrjud á sömu hringavitleysunni hér!Nema thad ad hér tharf madur ad bída adeins lengur eftir vidgerdarmanninum... Sem kom eftir ad ég var búin ad skrópa tvisvar í skólann til ad vera heima thegar hann kaemi...
Nema thad ad thegar thvottavélinn er loks komin í lag hringir leigusalinn Silvía og tilkynnir mér ad thad sé best ad ég flytji í adra íbúd!!!! Eigandinn neitar ad borga vidgerdina á tvottavélinni eda nokkud annad sem tharf ad gera og Silvía nennir ekki svona rugli. Svo ég flutti med klst. fyrirvara!!!!! Í miklu staerri og flottari lúxusíbúd sem Silvía á sjálf. Allt til alls og glaenýtt og glaesilegt. Nema ég er ekki nógu ánaegd med útsýnid ( Midjardarhafid) og vil vera vid torgid thar sem smábátarnir og fólkid og vinir mínir eru. Silvía segir ad ég sé crazy thad vilju allir hafa útsýni yfir hafid. Mér finnst thetta of afskekkt og langt í búd og straedó. Svo ég get flutt aftur eftir mánud!! Nú er madur sko farin ad gera kröfur!! En Silvía er svo ánaegd med hvad ég er sveigjanlegur leigjandi ad hún aetlar ad búa til pappíra handa mér svo ég fái ókeypis spaenskukennslu hjá baejarfélaginu. Thetta er ekkert mál -ég thrýf thá bara 3ja spaenska eldhúsid á 2 mánudum!! Ég er hvort sem er í fullu starfi sem húsmódir hér á Spáni. Thad tekur óhemjutíma ad versla, elda og thrífa. Thad er einhver önnur lógic í gangi í súpermarkadinum their hafa t.d. enga bökunardeild -hveitid er med korninu en sykurinn er ekki hjá saelgaetinu eda kaffinu heldur hjá heilsuvörunum! Ekki ennthá búin ad finna lyftiduftid!
Fór annars í einn tíma í skólanum í vikunni, maetti beint í próf á spaensku!!! Fékk ad taka thad med heim og thýda, úr spaensku á ensku og yfir í íslensku - Lost in transilation.....

Tuesday, October 11, 2005

Bíd spennt

...eftir internetkaffinu sem á ad opna í thorpinu mínu naesta laugardag! Búid ad vera nóg ad gera, loksins búin ad fá stundaskrá í skólanum og Atli kemur á morgun, á thjódhátídardaginn.
Thakka gód vidbrögd vid blogginu mínu og sé til med birtingar á óprenthaefum atvikum ; -) Dagbókin er ad fyllast svo thad verdur nóg ad gera thegar netkaffid opnar! Hasta la vista...

Wednesday, October 05, 2005

DAGLEGT LÍF

Sídustu daga hef ég verid önnum kafin vid ad koma mér fyrir. Thad er einhver vodalegur seinagangur á skiptinemaprógramminu í skólanum og ekkert byrjad thar ennthá. Thad henta mér ágaetlega tví thad er full vinna ad "stjast ad" í ödru landi. Litlit praktískir hlutir sem madur er vanur ad gera án umhugsunar heima verda flóknir thegar madur er mállaus. Ég veit ekki hvad ég er búin ad eyda mörgum klukkustundum í súpermarkadnum sídustu daga! Allar vörulýsingar eru á spaensku og ég tharf ad beita allri minni rökhugsun til ad átta mig á hvort ég sé ad kaupa hreinsimjólk eda handáburd, lak eda koddaver! Ég thurfti ad nota ordabók til ad laera á thvottavélina og er loksins búin ad átta mig á hvernig ég fae kerru í súpermarkadnum!
Mér fannst ég eldast um 30 ár thegar ég keypti köflóttan innkaupapoka á hjólum sem haegt er ad brjóta saman og breyta í tösku!!! Thad thýdir samt ekkkert annad ef madur er bíllau thví thad er vonlaust ad aetla ad bera heim alla thá lítra af vatni og svaladrykkjum sem madur drekkur yfir daginn. Mér fannst ég í alvóru vera flutt til Spánar daginn sem ég labbadi inní banka og opnadi spaenskan bankareikning! Engin af starfsmönnum bankans taladi ensku svo mér var vísad inn til bankastjórans! Hann reyndist vera ungur og brádmyndarlegur og allur af vilja gerdur til ad adstoda thessa mállausu konu. Ég hafdi ekki um annad ad velja en ad treysta manninum og skrifadi undir bunka af pappírum sem ég botnadi ekki neitt í! Spaenska debetkortid mitt verdur tilbúid eftir nokkra daga og bankastjórinn aetlar persónulega ad kenna mér á heimabankan!! Ég hef nú komist ad tví ad thad er alls ekkert svona audvelt fyrir útlendinga ad opna kort á Spáni og hef tví dregid thá ályktun ad myndarlegir bankastjórar geti leyft sér ad sveigja reglur fyrir konur í naud!!

Eins og thid heyrid hefur líf mitt thessa fyrstu daga ad mestu snúist um praktískta hluti og ég hef lítid gert af tví ad skoda borgina og menninguna. Vid Inga, au-pairinn hans Óskars, tókum samt einn túrista dag og gengum af okkur faeturna. Ég sótti hana á lesarstödina snemma á sunnudegi og vid örkudum af stad áleidis til Carmen, elsta borgarhlutans. Einhversstadar tókum vid vitkausa beygju tví skyndilega vorum vid staddar í frekar skuggalegu hverfi en rónarnir í Kaffi Austurstraeti verda ad teljast posh lid í samanburdi vid íbúa thessa hverfis. Vid héldum kúlinu og komumst óáreittar burt en mér fannst ég ekki standa mig neitt sérstaklega vel sem leidsögumadur ungrar stúlku!
ï Carmen settumst vid á Dómkirjutorginu, Plasa de la Virgin, fengum okkur vöfflur og fylgdumst med spaenskum fjölskyldum í sunnudagslabbitúr. Vid aetludum ad skoda dómkirkjuna en fordudum ookur thegar vid vorum óvart komnar inní midja kothólska messu!
Vid hédum thví áfram ad rölta um Carmen og römbudum af slysni inná stóra nýlistasýningu í gömlu safni. Sýningin hafdi vatn sem thema og var aedisleg.
Síestuna tókum vid svi í Bótaníska gardinum thar sem vid lögdum okkur í hitanum undir pálmatré og endudum svo í Listasafni Valenciaborgar. Ég get ekki sagt ad ég hafi verid neitt sérstaklega uppnumin yfir 10.-19. aldar Valentískri list -en thegar madur hefur skodad ítölsku meistarana blikknar líklega allt í samanburdinum!!.

Tuesday, October 04, 2005

Íbúdaleit

Á midvikudag hitti ég Óskar sem tók ad sér ad hringja vegna theirra íbúda sem ég var búin ad sigta út á leigumarkadinum. Vid komumst ad tví ad thad er ekki audvelt ad fá íbúd í námsmanna hverfinu, Thad er frambod en líka mikil eftirspurn á thessum árstíma og engin hefur áhuga á ad leigja manni í 4 mánudi. Nidurstadan var thví sú ad ég fór ad hitta HINA íslendingana í Valencia, Arnór og Sössu. Lengi vel hafa Óskar og synir hans tveir verid einu íslendingarnir (svo vitad sé) í Valencia en nú, thegar Atli minn er kominn verdur ordin 300% aukning á íslendingum búsettum hér og erum vid thá alls 12. Sassa og fjölskylda komu hingad fyrir rúmum mánudi en hún er ad fara í framhaldsnám. Thau eiga tvo stráka 8 og 12 ára og í för med theim eru einnig foreldrar Sössu. Thau voru mun betur undirbúin en ég og voru komin med húsnaedi í litlu strandthorpi 5 mín frá Valencia ádur en thau komu. Óskar fór med mig til theirra og thad var ekki laust vid ad vid Sassa faerum ad hlaegja thegar vid hittumst - audvitad thekkjumst vid frá íslandi!! Atli var hjá henni í idjuthjálfun fyrir nokkrum árum og vid Atli höfdum mikid dálaeti á henni. Ég hafdi ekki verid lengi hjá theim í Port Saplaya thegar ég var sannfard um ad hér vildi ég búa. Saplaya höfnin er 4000 manna byggd alveg vid Midjardarhafid. Mér skilst ad Feneyjar hafi verid fyrirmyndin ad thessu thorpi. Thetta eru lítil íbúdahús og blokkir byggd í einskonar hring í kringum smábátabryggju. Í sitthvorum enda thorpsins eru torg full af lífi og veitingastödum og á ödru torginu er útibíó einu sinni í viku yfir sumartímann. Utan vid thorpid er svo lítil verslunarmidstöd thar sem haegt er ad nálgast flest sem mann vanhagar um. Thad gengur straetó til Valencia á klst. fresti og thad vill svo til ad hann stoppar alveg vid skólann minn á leid inní borgina.
Thad reyndist vera nokkud um lausar íbúdir í Port S thví nú er off-season í strandthorpunum. Medalhúsaleiga hér er ansi há á spaenskan maelikvarda thannig ad thetta er soldid Posh stadur.
Ég borga samt miklu minna en í Reykjavík!!!
Óskar skildi mig eftir hjá Arnóri og Sössu thetta kvöld og thau fóru med mér ad hitta Silvíu sem er leigumidlarinn theirra og potturinn og pannan í fasteignum hér í thorpinu. Silvía er kapítuli út af fyrir sig. Töff týpa sem er eins og gangandi auglýsing fyrir öll helstu merki tískuheimsins. Hún er brádskemmtileg, talar ágaetis ensku og tók strax ad sér ad finna handa mér íbúd. Hún skildi ekkert í tví ad glaenýjar innréttingar og glaesilegt innbú skiptu mig ekki máli en tók samt ad sér ad finna íbúd í ódýrari kantinum med svölum og fallegu útsýni. Thad er skemmtst frá thví ad segja ad eftir nokkra daga eltingaleik vid Silvíu (stefnumót kl. 11 getur alveg eins thýtt 14 eda 20) fann hún handa mér draumaíbúdina á vidrádanlegu verdi og ég er nú búsett á Avenida de la Huerta 25. Lauslega thýtt bý ég á graenmetisgötu en skólinn minn stendur einmitt vid Appelsínubreidstraetid!!! Íbúdin mín er indisleg 3ja herb íbúd med 2 badherbergjum!! Innbúid er frekar gamalt og sjúskad en mjög notalegt. Thad eina sem stakk í mín vidkvaemu listamannsaugu voru tveir tyggjóbleikir ledursófar í stofunni en ég var fljót ad bjarga theim med tví ad slaesa í ódýrt sófaáklaedi í súpermarkadnum! Thad er haegt ad ganga úr öllum herbergjum út á svalirnar sem snúa í sudur og fyrir nedan svalirnar sigla smábátarnir í höfn. Ég get fylgst med lífinu á ödru torginu af svölunum svo mér finnst ég aldrei vera alein!!

Monday, October 03, 2005

Í Námsmannahverfinu

Calle Serpis er vid lítid torg í námsmannahverfinu rétt hjá háskólanum. Hverfid reyndist mun vinalegra en thad virtist thegar ég kom thangad fyrst thví á bakvid risablokkirnar eru venjulegar götur med 6-8 haeda blokkum og litlum veitingastödum og verslunum á jardhaedunum. Thegar vid Angels komum "heim" tóku á móti okkur medleigjendurnir , Alex og Lourdes. Ég fékk hlýjar móttökur hjá thessu unga fólki og thau gáfu mér kvöldmat og spjölludu vid mig med hjálp ordabókar! Enskukunnáttan hér er mjög lítil en háskólastúdentar kunna flestir smá ensku, eru bara ávanir ad tala hana. Á thessari viku sem ég var hjá theim komust thau fljótt í aefingu og vid notudum ordabókina minna med hverjum deginum.
Á thridjudeginum fór ég svo ad skrá mig í skólann. Universidad Politecnica er eiginlega háskólathorp med nokkrum háskólum. Skólinn minn, Escula Bellas Artes er 2000 manna skóli en í thorpinu öllu eru 27000 stúdentar. Á skólalódinni eru auk skólanna; bókabúdir- og söfn, veitingastadir, banki, blómabúd, hárgreidslustofa og allt sem mann gaeti hugsanleg vanhagad um! ëg komst ad thví ad their eru ekki tilbúnir med prógrammid fyrir Erasmus stúdenta svo ég er bara í fríi í nokkra daga!! :-) Á spáni tekur allt langan tíma og madur tharf ad aetla sér heilan dag í hvert verkefni!!!!

Sunnudagur og mánudagur

Á sunnudag fór ég svo og hitti Óskar og Amparo sem eru vinir Thóru vinkonu frá Berlín. Óskar er íslenskur og Amparo spaensk. Thau eiga 2 stráka 3 og 5 ára og eru med íslenska au -pair stelpu Ingu og búa í litlum bae rétt fyrir utan Valencia. Thau reyndust öll vera sérlega almennileg, hress og skemmtileg. Ég fór med theim á strönd sem adeins spánverjar saekja og átti indislegan dag thar sem ég laerdi m.a. á spaenska matarmenningu. Hádegismaturinn er uppúr 2 og thá er pantadur stór salatdiskur sem allir borda af. Á eftir faer madur sér svo samlokau eda kjót / fisk. Ég var mjög glöd ad hitta Ingu, hún er frábaer stelpa og gengur í mjög skemmtilegan spaenskuskóla hér í Valencia. Atli getur thví eignast íslenska vinkonu og skólasystur thegar hann kemur hingad.
Mánudagurinn var hálf stressadur Borja sem var skiptinemi í LHÍ hafdi bodist til ad lána mér herbergid sitt í nokkra daga medan hann er í fríi í USA og ég er ad leita mér ad íbúd. Ég beid allan daginn á Hótlinu eftir símtali frá Angels medleigjanda hans sem aetladi ad saekja mig. Angles talar ekki ensku og thví var thetta allt soldi flókid. Strákarnir í lobby inu voru samt svo indislegir ad hjálpa mér ad tala vid hana spaensku í símann og eki nóg med thad their sÖgdu ad ég vaeri alltaf velkomin, líka eftir ad ég faeri af hótleinu, ad leita til theirra. Their höfdu miklar áhyggjur af húsnaedismálum mínum og einn theirra, A, lét mig ekki borga fyrir sídustu nóttina. Ég veit ekki hvort their eru bara svona almennilegir vid ósjálfbjarga konur -almennt er fólk hér alveg sérlega hjálpsamt. Ég hóf íbúdarleitina, medan ég beid eftir Angels, med leigumarkadsbladinu. Eftir ad hafa eitt heilum morgni í ad leita ad 3 götum á kortinu komst ég ad thví ad ég thyrfti póstnúmeraskrá. Hótelid mitt var á Correos, pósthússtraeti svo ég brá mér á pósthúsid og tóks ad lokum, med hjálp ordabókar og fingramáls ad útskýra hvad mig vantadi. Nú á ég bók sem er á staerd vid símaskrá med öllum götum og póstnúmerum á Spáni!! :-)
¨
Ég var svo ótrúlega fegin thegar thessi spaenska stúlka birtist um kvöldid á hótelinu og A sá um ad túlka fyrir okkur. Vid tókum leigubíl "heim" á Calle Serpis og hlógum alla leidina ad málleysi okkar.

Fyrstu dagarnir framhald.

Laugardaginn notadi ég svo í ad kanna Valencia betur. Ég haetti mér yfir ánna, sem er í raun engin á tví búid er ad fylla uppá hana og breyta í lengtsa almenningsgard sem ég hef séd. Thar settist ég nidur á litlu veitingahúsi og hélt áfram mínu sérsnidna spaenskunámskeidi sem felst í ad tala vid Thjóna og fá thá til ad kenna mér thad naudsynlegasta í spaensku svo sem; Por favor, serviame mas vino tinto (meira raudvín takk) .
Hinumeginn vid brúnna beid svo Universidad Politécnica. Ég hélt áfram theim ósid mínum ad arka um á síestunni og thegar ég loks komst ad háskólanum var ég ad nidurlotum komin. Skólinn reyndist vera 30 000 manna víggirt thorp í útjadri borgarinnar og staerdin var svo yfirthyrmandi ad mér var ofvida ad skoda hann. Ég tók bíl heim á hótel í hálfgerdu sjokki yfir skólanum og hverfinu umhverfis hann, kuldalegum breidstraetum med risablokkum. Á laugardagskvöld hélt ég mig svo í midbaenum og hélt áfram ad versla inn thad naudsynlegasta, í thetta skipti thaegilega sandala og handtösku sem meidir ekki sólbrunnar axlir. Á heimleidinni kom ég vid á enska barnum á pósthússtraeti og innan skamms eignadist ég minn fyrsta vin í Valencia, G. Hann er breskur leigubílstjóri um fertugt sem setur er ad í Valencia en fer ödru hvoru til London ad théna. Hann keyrir svartan leigubíl í Londaon og upplýsti mig m.a. um thad ad til ad fá réttindi til ad keyra Black taxi thurfi 2ja ára nám sem m.a. felur í próf í ad thekkja hverja einustu götu í London. G sagdist fíla Björk vegna thess adeins og hann sjálfur taladi hún
" kokní" ensku og hafdi sterkar skodanir og áhuga á fagurfraedi og listum thó thekkingin vaeri e.t.v. ekki mikil. Thad var gaman ad tala vid G, ekki síst thar sem thetta voru mínar fyrstu raunverulegu samraedur í nokkra daga!!! G upplýsti mig líka um ýmis praktísk atridi vardandi thad ad setjast ad í Valencia og gaf mér "leigmarkadsbladid".