Á midvikudag hitti ég Óskar sem tók ad sér ad hringja vegna theirra íbúda sem ég var búin ad sigta út á leigumarkadinum. Vid komumst ad tví ad thad er ekki audvelt ad fá íbúd í námsmanna hverfinu, Thad er frambod en líka mikil eftirspurn á thessum árstíma og engin hefur áhuga á ad leigja manni í 4 mánudi. Nidurstadan var thví sú ad ég fór ad hitta HINA íslendingana í Valencia, Arnór og Sössu. Lengi vel hafa Óskar og synir hans tveir verid einu íslendingarnir (svo vitad sé) í Valencia en nú, thegar Atli minn er kominn verdur ordin 300% aukning á íslendingum búsettum hér og erum vid thá alls 12. Sassa og fjölskylda komu hingad fyrir rúmum mánudi en hún er ad fara í framhaldsnám. Thau eiga tvo stráka 8 og 12 ára og í för med theim eru einnig foreldrar Sössu. Thau voru mun betur undirbúin en ég og voru komin med húsnaedi í litlu strandthorpi 5 mín frá Valencia ádur en thau komu. Óskar fór med mig til theirra og thad var ekki laust vid ad vid Sassa faerum ad hlaegja thegar vid hittumst - audvitad thekkjumst vid frá íslandi!! Atli var hjá henni í idjuthjálfun fyrir nokkrum árum og vid Atli höfdum mikid dálaeti á henni. Ég hafdi ekki verid lengi hjá theim í Port Saplaya thegar ég var sannfard um ad hér vildi ég búa. Saplaya höfnin er 4000 manna byggd alveg vid Midjardarhafid. Mér skilst ad Feneyjar hafi verid fyrirmyndin ad thessu thorpi. Thetta eru lítil íbúdahús og blokkir byggd í einskonar hring í kringum smábátabryggju. Í sitthvorum enda thorpsins eru torg full af lífi og veitingastödum og á ödru torginu er útibíó einu sinni í viku yfir sumartímann. Utan vid thorpid er svo lítil verslunarmidstöd thar sem haegt er ad nálgast flest sem mann vanhagar um. Thad gengur straetó til Valencia á klst. fresti og thad vill svo til ad hann stoppar alveg vid skólann minn á leid inní borgina.
Thad reyndist vera nokkud um lausar íbúdir í Port S thví nú er off-season í strandthorpunum. Medalhúsaleiga hér er ansi há á spaenskan maelikvarda thannig ad thetta er soldid Posh stadur.
Ég borga samt miklu minna en í Reykjavík!!!
Óskar skildi mig eftir hjá Arnóri og Sössu thetta kvöld og thau fóru med mér ad hitta Silvíu sem er leigumidlarinn theirra og potturinn og pannan í fasteignum hér í thorpinu. Silvía er kapítuli út af fyrir sig. Töff týpa sem er eins og gangandi auglýsing fyrir öll helstu merki tískuheimsins. Hún er brádskemmtileg, talar ágaetis ensku og tók strax ad sér ad finna handa mér íbúd. Hún skildi ekkert í tví ad glaenýjar innréttingar og glaesilegt innbú skiptu mig ekki máli en tók samt ad sér ad finna íbúd í ódýrari kantinum med svölum og fallegu útsýni. Thad er skemmtst frá thví ad segja ad eftir nokkra daga eltingaleik vid Silvíu (stefnumót kl. 11 getur alveg eins thýtt 14 eda 20) fann hún handa mér draumaíbúdina á vidrádanlegu verdi og ég er nú búsett á Avenida de la Huerta 25. Lauslega thýtt bý ég á graenmetisgötu en skólinn minn stendur einmitt vid Appelsínubreidstraetid!!! Íbúdin mín er indisleg 3ja herb íbúd med 2 badherbergjum!! Innbúid er frekar gamalt og sjúskad en mjög notalegt. Thad eina sem stakk í mín vidkvaemu listamannsaugu voru tveir tyggjóbleikir ledursófar í stofunni en ég var fljót ad bjarga theim med tví ad slaesa í ódýrt sófaáklaedi í súpermarkadnum! Thad er haegt ad ganga úr öllum herbergjum út á svalirnar sem snúa í sudur og fyrir nedan svalirnar sigla smábátarnir í höfn. Ég get fylgst med lífinu á ödru torginu af svölunum svo mér finnst ég aldrei vera alein!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment