Friday, October 28, 2005

Meiri hjálpsemi....

Síddegis sama dag tók önnur eldri señora af mér völdin!
Ég hef rennt hýru auga til hárgreidslustofunnar í "mallinu mínu" thví mér gafst ekki tími til ad fara í klippingu heima og hárid á mér ordid vaegast sagt druslulegt. Ég fór tví á hárgreidlustofuna thar sem engin reyndist tala ensku og "klippti" á mér hárid med fingramáli og spurdi hvad thad kostadi og hvort ég thyrfti ad panta tíma.
Hún sagdi mér hvad thad kostadi og svo var mér bókstaflega hrint í hártvottastólinn! Ég hélt ad ég vaeri med vadid fyrir nedan mig thví ég hafi medferdis litlu sos ensk-spaenskubókina mína sem m.a. er med kafla sem heitir "Á hárgreidslustofunni" thetta gerdist hins vegar allt svo hratt ad ádur en ég gat dregid upp bókina óg útskýrt hvad ég vildi var ung bleikhaerd kona komin med skaerin á loft og farin ad klippa af mér hárid!! Mér tókst á sídustu stundu ad sýna henni med fifgrmáli ad hún maetti ekki taka mikid en "styttur" voru mér um megn og thví er ég núna komin med svona líka ljómandi thrádbeina klippingu!!! ;-)))

Hjálpsemi spaenskra kynsystra minna nádi svo hámarki í súpermarkadnum. Ég er komin í hlýrabolahallaeri tví hér er ennthá sumarvedur og thessir fáu hlýrabolir sem ég á eru eins og annar thvottur í 2-3 daga ad thorna á snúrunum. Í súpermarkadnum hef ég uppgvötad svaedi sem heitir TODO 1 E. Thar er allt á eina evru og flest sem ég hef keypt til heimilisins hef ég fengid thar. Their eru mjög duglegir ad baeta vid vörum og ég hef uppgvötad ad ef mann vantar eitthvad borgar sig bara ad bída í tvo daga og thá er thad örugglega komid á TODO svaedid. Thad borgar sig fyrir fátaeka námsmenn ad fylgjast med daglega tví tharna fást ótrúlegustu hlutir. Í dag sá ég ad thad var kominn fullur kassi af gódum hlýrabolum í svona líka fallegum litum. Ég var audvitad haestánaegd og sá fram á ad geta keypt 7 boli fyrir verd ódýrasta hlýrabols á Íslandi. Eitthvad voru staerdirnar samt skrýtnar; ekki S-M-L eins og ég á ad venjast heldur G-P ofl. Ég spurdi thví señoru sem var ad gramsa vid hlidina á mér hvort P vaeri sama og small? Jú, hún var ekki frá tví -svo virti hún mig fyrir sér góda stund, sneri mér svo í hring og fullyrti ad ég vaeri M! Ég velti tví fyrir mér og gat fallist á ad thad vaeri líklegt enda spaenskar konur mun minni en íslenskar og númerin líklega samkvaemt thví. Allar komurnar sem voru ad gramsa í kassanum eftir réttum staerdum fylgdust med thessum ordaskiptum okkar og thegar staerdin var komin á hreint fóru thaer allar ad rétta mér alla thá M boli sem thaer fundu!!! Á endanum var ég komin med a.m.k. 30 boli í fangid!!! KONURNAR HÉR ERU STÓRKOSTLEGAR!! (úr dagbók - nýrri fréttir innan skamms)

1 comment:

Anonymous said...

Farðu nú að skrifa eitthvað meira hérna Agla mín. Heimavinnandi húsmæður í fæðingarorlofi verða að hafa eitthvað að lesa!