Thad er eins med internetkaffid í thorpinu mínu og annad hér á Spáni - ef thad á ad opna á laugardaginn getur thad allt eins thýtt á laugardaginn í tharnaestu viku eda vikunni thar á eftir...
Búid ad vera mikid ad gera!! Atli kom í sídustu viku og vid vorum í einn dag í Alicante ad skoda kastala og fleira ádur enn vid fórum til Valencia. Minn heittelskadi sonur kom yfir Atlantshafi med óhreinatauid sitt til mömmu! Sem var vel tímasett thar sem thvottavélin var bilud. Nýbúin ad standa í biladri og ónýtri tvottavél á Íslandi og aftur byrjud á sömu hringavitleysunni hér!Nema thad ad hér tharf madur ad bída adeins lengur eftir vidgerdarmanninum... Sem kom eftir ad ég var búin ad skrópa tvisvar í skólann til ad vera heima thegar hann kaemi...
Nema thad ad thegar thvottavélinn er loks komin í lag hringir leigusalinn Silvía og tilkynnir mér ad thad sé best ad ég flytji í adra íbúd!!!! Eigandinn neitar ad borga vidgerdina á tvottavélinni eda nokkud annad sem tharf ad gera og Silvía nennir ekki svona rugli. Svo ég flutti med klst. fyrirvara!!!!! Í miklu staerri og flottari lúxusíbúd sem Silvía á sjálf. Allt til alls og glaenýtt og glaesilegt. Nema ég er ekki nógu ánaegd med útsýnid ( Midjardarhafid) og vil vera vid torgid thar sem smábátarnir og fólkid og vinir mínir eru. Silvía segir ad ég sé crazy thad vilju allir hafa útsýni yfir hafid. Mér finnst thetta of afskekkt og langt í búd og straedó. Svo ég get flutt aftur eftir mánud!! Nú er madur sko farin ad gera kröfur!! En Silvía er svo ánaegd med hvad ég er sveigjanlegur leigjandi ad hún aetlar ad búa til pappíra handa mér svo ég fái ókeypis spaenskukennslu hjá baejarfélaginu. Thetta er ekkert mál -ég thrýf thá bara 3ja spaenska eldhúsid á 2 mánudum!! Ég er hvort sem er í fullu starfi sem húsmódir hér á Spáni. Thad tekur óhemjutíma ad versla, elda og thrífa. Thad er einhver önnur lógic í gangi í súpermarkadinum their hafa t.d. enga bökunardeild -hveitid er med korninu en sykurinn er ekki hjá saelgaetinu eda kaffinu heldur hjá heilsuvörunum! Ekki ennthá búin ad finna lyftiduftid!
Fór annars í einn tíma í skólanum í vikunni, maetti beint í próf á spaensku!!! Fékk ad taka thad med heim og thýda, úr spaensku á ensku og yfir í íslensku - Lost in transilation.....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hola senjoríta, sakna þín mikið en bloggið er nú svona smá sárabót. Vona að kaffihúsið opni fljóttlega svo að við fáum daglegar fréttir úr Paradís. knús Inga
Haaii. Atti manudagsmorgunn daudans. Skolinn minn hefur breyst ur afsloppudum oskipulogdum hippaskola yfir i maniskan en oskipulagdan herskola yfir sumartimann. Grump. Gott ad sja ad allt er gaman. Njottu thess.
alda sys
Post a Comment