Valenciubúar eru upp til hópa sérlega elskulegir og hjálpsamir. Kannski einum of -tví theim er trúandi til ad vísa thér frekar vitlaust til vegar en ad reyna ekki ad hjálpa!!! Ég er ennthá ekki alveg búin ad átta mig á straetis (rútu)vagnakerfinu í Port S. Thad eru nokkrir vagnar sem koma allir á svipudum tíma, hafa sömu númer en fara hver í sína áttina... Thad er eins gott ad ramba á réttan vagn sé madur á leid í baeinn tví annars getur madur endad á rúntinum milli smáthorpanna í Alboraya og endad svo aftur á byrjunarreit. Ég hef hingad til treyst á fólkid á stoppustödinni -bendi á vagnin sem er ad koma og set upp spurningamerkissvipinn og segi Valencia center???
Thad hefur hingad til gengid vel thartil í gaer ad ég hugdist bregda mér í stutta ferd í bankan rétt hjá skólanum mínum. Ég benti á vagninn sem ég hafdi á tilfinningunni ad vaeri sá rétti og spurdi eldri Señoru hvort hann faeri til Valencia center? "NO NO NO" sagdi frúin og baetti svo vid einhverjum ósköpum á spaensku og ég sá thann kost vaenstan ad treysta konunni. Skömmu sídar kom annar vagn sem hún bókstaflega DRÓ mig inní! Mér fannst thetta llt hálf einkennilegt tví fargjaldid var minna en venjulega en ég gat ekkert sagt og var voda feginn thegar frúin benti á laust saeti vid hlidina á sér og mér skildist ad hún vaeri á leid í baeinn og ad ég aetti ad fylgja henni.
Thad er skemmst frá tví ad segja ad innan tídar hafdi ég ekki hugmynd um hvar í héradinu ég vaeri!!
Frúin tók ekki nokkurt mark á tví ad ég sagdist ekki tala spaensku og spjalladi vid mig um daginn og veginn (heldég??) og ég gat lítd annad gert en kinka kolli og segja "sí" vid og vid.
Thegar ég var ordin endanlega týnd ákvad hún ad nú faerum vid út! Thá baettust vid tvaer eldri señorur í vidbót og mér var sýnt ad ég aetti ad fylgja theim. Thótt ég skildi ekki neitt sem theim fór á milli áttadi ég mig á tví ad thaer vaeru ad velta vöngum yfir mér. Allt í einu vorum vid svo staddar á metróstöd og thá kom í ljós ad thaer voru allar med einhvern metrópassa en ég bara med straetókvittun. Mér tókst med handapati ad spyrja kvort ég aetti ad kaupa mida í metró en vinkona mín hélt nú ekki! Svo svindladi hún mér í gegnum hlidid med passanum sínum og vard öskureid thegar hún komst ekki sjálf í gegn strax á eftir og fór ad rífast og skammast í starfsfólki stödvarinnar!!
Thad bjargadi thessu einhvernveginn og svo fórum vid í metró. Ég sá fljólega á skilmerkilegu korti í lestinni hvert vid vaerum ad fara og útskírdi fyrir henni ad ég aetladi út á adallestarstödinni thadan sem ég rata í bankann. (Reyndar gódur spölur) Vinkona mín vildi alls ekki leyfa mér thad og fullyrti ad ég yrdi ad koma med henni!
Hún veifadi metrópassanum sínum framan í mig og sem betur fer skildi ég hana rétt; Thad tharf líka metrópassa til ad komast úr metró!! Ég fylgdi thessari elsku tví alla leid og thakkadi henni kaerlega fyrir HJÁLPINA - sá svo thann kost vaenstan ad borga sexfallt straedógjald fyrir leigubíl í bankann tví ég var kortlaus og var ekki viss um ad rata!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
uhm. hvernig vaeri ad leggja numerid a straetonum a minnid sem thu tharft ad taka ? Nu eda bara fa straeto schedule ?
Post a Comment