Finna sér nýtt markmið, það hlýtur að vera málið. Þykist ætla að hætta að reykja í vikunni, það er markmið í sjálfu sér! Aldrei tekist hingað til en kannski allt í lagi að reyna af og til þó ekki nema vegna þess hvað það er gaman að byrja aftur ;-)
Veit ekki hvort ég vil verða myndlistarmaður, gott að velta því fyrir sér eftir margra ára nám í faginu. Þetta er þriðja menntunin sem ég næli mér í, þetta er svona viss útilokunaraðferð sem ég nota og ef LÍN biði uppá slíkt gæti ég verið að stunda hana það sem eftir er ævinnar... Nú lítur út fyrir að ég þurfi að ákveða hvað ég ætla að gera þegar ég er orðin stór. Kannski þess vegna sem ég er nánast flutt inn til foreldra minna. Gott að vera hér þegar maður vill ekki verða fullorðin!! (svo vinn ég líka í næstu götu svo það er styttra að fara á morgnana kl. 7:15!!!)
Ég er svo gott sem búin að ráða mig í vinnu á Íslandi næsta vetur. Ég verð víst seint ásökuð um að tolla illa í vinnu, er að hefja 10 starfsárið í Kraminu og er að hugsa um að taka þátt í vissum skipulagsbreytingum þar næsta vetur -sem eiginlega þýðir að ég fer í sama starf og ég var í þegar ég fór í skóla fyrir 7 árum.
Þetta er ekki alveg það sem ég hafði séð fyrir mér, var meira að hugsa um að flytja til Köben, fá mér hjól og lenda í ástarsambandi við ljóshærðan leikskólakennara. Eða fara til Berlínar í framhaldsnám og gerast pólitísk listakona.
En nú er það alvara lífsins. Það eina örugga í lífinu er yfirdrátturinn!! Langar líka að leyfa syni mínum að finna aðeins út hvað hann vill gera áður en ég sting af á vit ævintýranna og koma litla álfaverkefninu mínu lengra af stað.
Það sem ég skelfist mest er að ég ílengist!! Ég vil því biðja ykkur að gefa mér spark í rassinn ef ég fer að minnast á eitthvað af eftirfarandi;
1. Að kaupa bíl eða íbúð
2. Að kaupa eitthvað annað á afborgunum
3. Aukalífeyrissparnað
4. Karlmann sem hefur sér það til ágætis að vera skynsamlegt val eða vænn ráðahagur
5. Að ég tæki mig vel út með barnavagn
6. Kennsluréttindi
7. Að maður verði jú einhverntíma að FULLORÐNAST
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Það verður einhver að halda bönkunum uppi ;) Velkomin heim.
Róbert
Æ, mér fannst myndlistin heldur aldrei vera þú ..hehe! En það sem drepur mann ekki styrkir mann og svo er líka alltaf gott að kunna að föndra :)
Annars ertu alltaf velkomin í gestaherbergið til okkar um leið og það verða komin gluggatjöld :)
Ég hef einmitt verið að hugsa undanfarið hvað ég hlýt að vera leiðinleg (út að labba, lesa, hugsa, leggja mig, kaupa ekki hús vegna sambandsfóbíu...) Æðislegt að vita af svona hundleiðinlegum félagskap.
Ég vil samt helst þú kaupir flugmiða á yfirdrætti.
Kem heim í byrjun júlí. Hvar verður þú?
Post a Comment