Er skynsemi það sama og þunglyndi??? Eftir að hafa djammað viðstöðulaust í lengri tíma en ég kæri mig um að viðurkenna fékk ég þá flugu í höfuðið að það væri eitthvað að hjá fólki á fertugsaldri sem væri á æðisgengnum flótta undir grillábreiðu í leigubíl kl. 5 á föstudagsmorgni. 'Eg get ekki gefið skýringu á því hvað við vorum að gera undir þessu svarta sérsaumaða teppi en þríeykið taldi það nauðsyn að fara huldu höfði upp fimm hæðir í íbúðarblokk. Eitthvað gekk brösulega að samræma sex fætur á leið upp stiga og olli það nokkrum hlátrarsköllum sem ekki féllu í góðan jarðveg hjá nágrönnum vinar míns. Þessi ágæti vinur minn skilur ekki hvers vegna nágrönnunum er í nöp við hann? Mér reiknast svo til að svona háttalag hjá okkur vinunum hafi nú staðið í meira og minna 20 ár og seinna þennan ágæta föstudag fékk ég þá flugu í höfuðið nú væri komið nóg?
Ég er á sjálfu sér ekkert á móti skemmtunum. Alls ekki, allir ættu alltaf að vera að skemmta sér. En það læddist að mér sá illi grunur að e.t.v. væru bein tengsl á milli framtaksleysis í hinum ýmsu skapandi verkefnum sem eru mér mjög hugleikin og of mikillar gleði. Svo nú er ég ekki glöð lengur. Það hefur ekkert skemmtilegt gerst í 3 sólarhringa en ég búin að vera mjög dugleg!!!! Í kvöld byrjaði ég að lesa Samræður við Guð og er að hugsa um að ganga í sértrúarsöfnuð með tveim dönskum konum sem ég kynntist í flugvél. Ég get svo iljað mér við minningarnar um grillábreiðuna með tebollanum í kvöld.....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Var svo langt niðri eftir eitthvað djamm um daginn að ég hleypti in Votta Jehóva þegar þau dingluðu hjá mér. Wannes alveg brjálaður, hélt ég myndi frelsast, hann sem "læknaðist" af trúnni í guðfræðinni. Þeir mega eiga það að þeir eru rosalega góðir sölumenn. Íslenski túristaiðnaðurinn gæti lært mikið af þeim.
Lífið er skrýtið.
Það er nýr sértrúarsöfnuður kominn á laggirnar hérna í Svarthömrunum. Söfnuðurinn samanstendur af 6 meðlimum eins og er (mér og Einari, okkur tveimur og honum og mér) en mun fara ört stækkandi á næstu dögum/vikum/árum. Við ætlum að tilbiðja sólarguðinn því hann er greinilega eitthvað í fýlu við okkur íslendinga og með tilkomu nýja gasgrillsins okkar þá ætlum við að halda grillmaraþon! Það gengur útá það hversu lengi við getum haldið út án þess að skíta út einn einast pott :)þér er boðið með, only for you my friend!
Bíddu, er mér tvisvar með í söfnuðinum? Er það ekki eitthvað svindl? Eða heita þeir bara sama nafni?
já Alda ég tek við ofangreindri umsókn þinni í söfnuðinn. Þú ert hér með skírð inní söfnuðinn og munt héðan í frá heita....humm...Grilltangir!
Post a Comment