Það er alltaf gott að leggja upp með góð áform! Ætlaði að blogga á hverjum degi en það hefur eitthvað lítið orðið úr því enda nóg að gera við að lesa blogg annarra íslendinga og fréttir þessa dagana! Það er svo mikið af frábæru fólki sem hefur svo margt til málanna að leggja. Í síðustu færslu kvartaði ég yfir dugleysi landa minna í mótmælum en sé ekki betur en fólk sé að vakna til lífsins!
Ég er alveg buin að fá uppí kok af ástandinu á Íslandi og ég bý ekki einu sinni þar! Kannski sér maður ástandið öðruvísi þegar maður fylgist með úr fjarska? Ég mundi vilja sjá byltingu á Íslandi, nýtt fólk við stjórn og róttækar breytingar. Alvöru velferðarþjóðfélag. Ég bjó á Spáni þegar "góðærið" var í hæstu hæðum og var oft spurð að því hvort við hefðum það ekki svo gott á Íslandi? Ég kannaðist ekki við það. Minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma náð endum saman um mánaðarmót þarna heima.
Hér í Danmörku er mögulegt að lifa af laununum sínum, það er alveg nýtt fyrir mér. Ég borga háa skatta hér en mér finnst ég vera að fá eitthvað fyrir peningana mína. Þeir sem eru með miklu hærri laun en ég borga ennþá hærri skatta. Mér finnst það vera réttlátt. Ég hef heyrt marga íslendinga óskapast úti þetta kerfi hér og kvarta yfir hátekjuskatti. Ég held að það sé þessi rótgróna minnimáttarkennd í íslendingum sem gerir það að verkum að við þurfum alltaf að vera meiri en næsti maður, erum aldrei ánægð nema við séum aðeins flottari og ríkari. Ég vona að þessi kreppa breyti hugarfari fólks. Það er nefnilega gott að vera jafn hinum. Það fylgir því mikil sálarró að vera ekki að rembast við að skara fram úr á einhvern hátt.
Ég er ekki alveg atvinnulaus lengur er komin með hlutastarf á elliheimili. Byrja í starfsþjálfun á morgun. Þetta er ekkert spennandi en a.m.k vinna. Það er kreppa hér líka og maður sér það helst á atvinnuauglýsingunum. Þegar ég kom hingað fyrir rúmu og var að leita að vinnu bættust við tugir nýrra starfa á atvinnuvefina daglega. Nú eru þetta nokkur störf á viku svo það er ekki um auðugan garð að gresja. Eins og heimurinn lítur út þessa dagana sýnist mér best að veðja á starf hjá hinu opinbera.
Það hefur allt breyst síðan ég kom hingað. Ég var óhamingjusöm á Íslandi og langaði í aðra tilveru.
Allt hefur sína kosti og galla og eftir árið eru gallar þess að búa erlendis orðnir mun ljósari. "En þá skall á kreppa..." og núna er ekkert vit í því að fara heim! Valkvíði hefur kannski verið eitt helsta lúxusvandamál minnar kynslóðar og á meðan ég vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að stíga í valkvíða mínum var fótunum hreinlega kippt undan mér!
Tuesday, November 11, 2008
Sunday, November 02, 2008
Atvinnuleysi Dagur 2
Líkamsklukkan er enn vel stillt á sunnudagsmorgni og ég komin á fætur hálfsex, læðist um íbúðina eins og þjófur í myrkrinu og stelst til að hita mér expressó af sterkari gerðinni.
Einar, Karen og Daníel Máni komu í mat í gærkvöld og eftir að þau voru farin geispuðum við "gömlu hjónin" yfir íslensku fréttunum á netinu og fórum snemma að sofa. Það er alveg merkileg að vera með 40 sjónvarpsstöðvar og það er aldrei neitt í sjónvarpinu! Ég horfi oft öfundaraugum á dagskrárliðina sem ég sé að eru eftir fréttir á RÚV en eru ekki sendir út á netinu. Það er annars nýtilkomið að við fylgjumst svo náið með fréttum að heiman, ég les líka allar fréttasíðurnar og fylgist með bloggskrifum um nýjustu fréttir. Maður er með hálfan hugann á Íslandi þessa dagana!
Kreppan var aðalumræðuefni matarboðsins i gær og voru skoðanir skiptar um það hvort ríkisstjórnin ætti að víkja strax. Það er nú kannski bara til þess fallið að auka á uppnámið að fara að skipta um stjórn meðan "Húsið" stendur enn í björtu báli en hitt er svo annað mál að ríkistjórnin hefur til þessa ekki sýnt fram á að henni sé treystandi fyrir björgunarstarfinu. Það er lítill hugarléttir fyrir þjóðina á þessum tímum að hafa stjórn sem stendur sig verr en "fólk valið af handahófi úr símaskránni" mundi gera
-svo vitnað sé í viðfræg orð hins bandaríska prófessors. Einhver bloggarinn sagði viðbrögð ríkisstjórnarinnar vera fumkennd og einkennast af leynimakki, hroka og útúrsnúningum og ekki er annað hægt en að vera sammála því. EN HVAÐ MEÐ VIÐBRÖGÐ ÞJÓÐARINNAR? Þrælslundin í íslendingum er slík að þorri þjoðarinnar situr þegjandi og hljóðalaust undir því að allt að 10% landsmanna séu að missa atvinnu, að húsnæðislánin rjúki uppí himnháar upphæðir meðan eignir falla í verði, að seðlabankinn sé gjaldþrota og skuldlaust þjóðarbúið sé skuldsett kynslóðir fram í tímann. Það er undarleg forgangsröðun í aðgerðum stjórnarinnar, þeir voru ekki lengi að afgreiða nýju bílana úr landi enda nauðsynlegt að ekki tapist verðmæti þar! En það virðist ekkert liggja á að afnema verðtrygginguna sem tikkar hratt þessa dagana og bitnar á flestum heimilum í landinu! Það myndi m.a. bitna á lífeyrisjóðunum eru rökin. Mín kynslóð verður dauð úr fjárhagsáhyggjum löngu áður en við náum að nýta okkur þessi lífeyrisréttindi og kannski allt í lagi að kynslóðin sem fékk húsnæðið og námslánin nánast gefins búi við skert lífeyrisréttindi. Það á að koma til móts við fólk í fjárhagörðuleikum segja ráðherrar en á sama tíma fáum við fréttir af því að hrægammarnir hjá siðlausum innheimtufyrirtækjunum sýni meiri hörku en nokkurn tíma fyrr. Fyrirtæki sem eru n.b. nú að hluta í eigu ríkisins! Fólk sem ennþá er í aðstöðu til að semja um eitthvað er beitt gengdarlausu fjárhagslegu ofbeldi en þeir sem eru svo ógæfusamir að vera þegar lagstir á hliðina eru stimplaðir vanskilaseggir og í þá má sparka liggjandi að vild samkvæmt íslenskum lögum!
HVERS VEGNA ER EKKI FLEIRA FÓLK Á GÖTUM ÚTI AÐ MÓTMÆLA???? Hér í Kaupmannahöfn var einni félagsmiðstöð lokað og það logaði allt í mótmælum vikum saman. Á Íslandi mættu rúmlega 1000 manns í mótmælagöngu í gær. Eru hin 300 þúsundin bara ósköp sátt við þetta allt saman? Eða sitja þau bara heima og horfa með skömmustu á flatskjáinn? Hvar er allur mannfjöldin sem við sjáum á þjóðhátíðum? Það er sagt að hver þjóð fái þá ríkistjórn sem hún verðskuldar og það virðist því miður eiga við um okkur. Þrælslundin er enn sú sama og í síðustu kreppu; VIÐ GETUM EKKI, ÞORUM EKKI og VILJUM EKKI!
Einar, Karen og Daníel Máni komu í mat í gærkvöld og eftir að þau voru farin geispuðum við "gömlu hjónin" yfir íslensku fréttunum á netinu og fórum snemma að sofa. Það er alveg merkileg að vera með 40 sjónvarpsstöðvar og það er aldrei neitt í sjónvarpinu! Ég horfi oft öfundaraugum á dagskrárliðina sem ég sé að eru eftir fréttir á RÚV en eru ekki sendir út á netinu. Það er annars nýtilkomið að við fylgjumst svo náið með fréttum að heiman, ég les líka allar fréttasíðurnar og fylgist með bloggskrifum um nýjustu fréttir. Maður er með hálfan hugann á Íslandi þessa dagana!
Kreppan var aðalumræðuefni matarboðsins i gær og voru skoðanir skiptar um það hvort ríkisstjórnin ætti að víkja strax. Það er nú kannski bara til þess fallið að auka á uppnámið að fara að skipta um stjórn meðan "Húsið" stendur enn í björtu báli en hitt er svo annað mál að ríkistjórnin hefur til þessa ekki sýnt fram á að henni sé treystandi fyrir björgunarstarfinu. Það er lítill hugarléttir fyrir þjóðina á þessum tímum að hafa stjórn sem stendur sig verr en "fólk valið af handahófi úr símaskránni" mundi gera
-svo vitnað sé í viðfræg orð hins bandaríska prófessors. Einhver bloggarinn sagði viðbrögð ríkisstjórnarinnar vera fumkennd og einkennast af leynimakki, hroka og útúrsnúningum og ekki er annað hægt en að vera sammála því. EN HVAÐ MEÐ VIÐBRÖGÐ ÞJÓÐARINNAR? Þrælslundin í íslendingum er slík að þorri þjoðarinnar situr þegjandi og hljóðalaust undir því að allt að 10% landsmanna séu að missa atvinnu, að húsnæðislánin rjúki uppí himnháar upphæðir meðan eignir falla í verði, að seðlabankinn sé gjaldþrota og skuldlaust þjóðarbúið sé skuldsett kynslóðir fram í tímann. Það er undarleg forgangsröðun í aðgerðum stjórnarinnar, þeir voru ekki lengi að afgreiða nýju bílana úr landi enda nauðsynlegt að ekki tapist verðmæti þar! En það virðist ekkert liggja á að afnema verðtrygginguna sem tikkar hratt þessa dagana og bitnar á flestum heimilum í landinu! Það myndi m.a. bitna á lífeyrisjóðunum eru rökin. Mín kynslóð verður dauð úr fjárhagsáhyggjum löngu áður en við náum að nýta okkur þessi lífeyrisréttindi og kannski allt í lagi að kynslóðin sem fékk húsnæðið og námslánin nánast gefins búi við skert lífeyrisréttindi. Það á að koma til móts við fólk í fjárhagörðuleikum segja ráðherrar en á sama tíma fáum við fréttir af því að hrægammarnir hjá siðlausum innheimtufyrirtækjunum sýni meiri hörku en nokkurn tíma fyrr. Fyrirtæki sem eru n.b. nú að hluta í eigu ríkisins! Fólk sem ennþá er í aðstöðu til að semja um eitthvað er beitt gengdarlausu fjárhagslegu ofbeldi en þeir sem eru svo ógæfusamir að vera þegar lagstir á hliðina eru stimplaðir vanskilaseggir og í þá má sparka liggjandi að vild samkvæmt íslenskum lögum!
HVERS VEGNA ER EKKI FLEIRA FÓLK Á GÖTUM ÚTI AÐ MÓTMÆLA???? Hér í Kaupmannahöfn var einni félagsmiðstöð lokað og það logaði allt í mótmælum vikum saman. Á Íslandi mættu rúmlega 1000 manns í mótmælagöngu í gær. Eru hin 300 þúsundin bara ósköp sátt við þetta allt saman? Eða sitja þau bara heima og horfa með skömmustu á flatskjáinn? Hvar er allur mannfjöldin sem við sjáum á þjóðhátíðum? Það er sagt að hver þjóð fái þá ríkistjórn sem hún verðskuldar og það virðist því miður eiga við um okkur. Þrælslundin er enn sú sama og í síðustu kreppu; VIÐ GETUM EKKI, ÞORUM EKKI og VILJUM EKKI!
Saturday, November 01, 2008
Atvinnuleysi
Líkamsklukkan er magnað fyrirbæri. Í fyrstu fannst mér það óyfirstíganlegt að mæta í vinnu kl.7 að morgni og leið á hverju kvöldi eins og ég væri að fara í morgunflug, gat ekki fest svefn af stressi yfir að vakna ekki. Í síðustu viku var klukkunni seinkað um einn tíma og þá tók ég uppá því að vakna einum tíma á undan klukkunni! Það tók mig 3 daga að aðlagast og núna vakna ég aftur kl. hálfsex líka þegar ég á frí! Frí er nú reyndar bara fínt orð yfir atvinnuleysi. En ég ætla að reyna a ímynda mér að þetta sé frí enda þarf ég á slíku að halda. Á þessu síðasta ári hef ég tvisvar verið atvinnulaus í mánuð sem er alveg ný reynsla fyrir mig. Ég hef alltaf vitað nokkurn vegin hvað er framundan og störf hafa komið til mín fyrirhafnarlaust. Þessi atvinnuleysistímanbil hafa verið hræðileg og ég hef engan vegin getað notið frelsisins vegna lamandi ótta og ovissu. Nú er ég reynslunni ríkari í atvinnuleit og veit hvað skilar árangri og hvað er tímaeyðsla. Til að halda geðheilsu ætla ég þessa fyrstu viku að vera í atvinnuleit 4-6 tíma á dag og fara svo bara að sinna málverkinu. Og blogga á hverjum degi....
Monday, October 13, 2008
Bölsýni
Það hriktir i stoðum tilverunnar þessa dagana. Þegar ég flutti hingað til Koben fyrir ári síðan, útí algera óvissu velti ég því mikð fyrir mér hver staðan yrði að ári. Ekki óraði mig fyrir þeirri stöðu sem nú er komin upp. Það er skrítið að fylgjast með fréttum að heiman utanfrá og óþægilegt að geta ekki verið með sínum nánustu þegar svona hörmungar dynja yfir. Ísland hefur verið töluvert i fréttum hér en maður fær jafnframt fleiri fréttir af ástandinu á Vesturlöndum i heild en i íslenskum fjölmiðlum sem skiljanlega leggja áherslu á ástandið heima fyrir. Það virðist bara allt vera að hrynja og einhvernveginn hefur maður á tilfinningunni að ástandið eigi bara eftir að versna þrátt fyrir allar björgunartilraunir.
Það er ómögulegt að segja fyrir um hvar og hvernig hrun spilaborgarinnar endar.
Hér er mikið talað um yfirvofandi atvinnuleysi sem er kvíðvænlegt fyrir mig sem er bara ráðin út mánuðinn. En einhvernveginn skiptir það svo litlu máli í stóra samhenginu. Það er hvort sem er ekki hægt að gera nein framtíðarplön eins og á stendur finnst manni.
En lífið heldur áfram og ég þarf að fara að sækja um vinnur á morgun. Í fyrsta skipti á ævinni hálf skammast ég mín fyrir að vera íslendingur og hef það á tilfinningunni að það verði mér a.m.k. ekki til framdráttar í atvinnuumsóknum. En það veitti sjálfsagt ekki af því að kenna okkur íslendingum smá auðmýkt. Verst að það eru þeir sem minnst nutu góðærisins sem fá nú að taka út hörðustu lexíuna.....
Það er ómögulegt að segja fyrir um hvar og hvernig hrun spilaborgarinnar endar.
Hér er mikið talað um yfirvofandi atvinnuleysi sem er kvíðvænlegt fyrir mig sem er bara ráðin út mánuðinn. En einhvernveginn skiptir það svo litlu máli í stóra samhenginu. Það er hvort sem er ekki hægt að gera nein framtíðarplön eins og á stendur finnst manni.
En lífið heldur áfram og ég þarf að fara að sækja um vinnur á morgun. Í fyrsta skipti á ævinni hálf skammast ég mín fyrir að vera íslendingur og hef það á tilfinningunni að það verði mér a.m.k. ekki til framdráttar í atvinnuumsóknum. En það veitti sjálfsagt ekki af því að kenna okkur íslendingum smá auðmýkt. Verst að það eru þeir sem minnst nutu góðærisins sem fá nú að taka út hörðustu lexíuna.....
Monday, September 15, 2008
Hinn rómantíski veruleiki
Þegar ég var unglingur var ég ákaflega rómantísk. Rómantíkin hefur þroskast af mér, ef svo má segja. Rómantískir draumar unglingsáranna myndu í dag flokkast sem ímyndanir um ”ímyndarsköpun”. Ég hefði átt að demba mér úti það fag, ímyndarsköpun strax á unglingsárunum, ég hefði orðið góð. Unglingurinn, ég, vildi bara vera sæt og smart og búa í fallega. Mér var slétt sama um réttindi manna og dýra, gróðurhúsaáhrif og allt annað sem skiptir máli. Vildi bara að þetta look-aði rétt. Ein af draumaíbúðunum mínum var í útlöndum. Í gömlu húsi, með stórum gluggum og háu lofti með rósettum. Og frístandandi baðkari með ljónslöppum. Það var alltaf klassík á fóninum (þetta var fyrir tíma geislaspilaranna) og ég var fátækur listmaður (sem hafði samt efni á flottri íbúð?) og stóð daglangt við trönurnar í stofunni og framleiddi meistaraverk án mikillar fyrirhafnar.
Það verður stöðugt kaldara í borg kaupmanna og það er ekki einu sinni kominn alvöru vetur.
Flesta daga er ég að heiman að vinna fyrir húsaleigu og námsskuldum svo ég veit minnst um það hvað það er kalt heima hjá mér. En núna um helgina setti ég klassík í spilarann og fór að reyna við málverkið. Ég veit ekki hversu vel ég lookaði þegar ég var komin í lopasokka og ullarpeysu undir vinnusloppinn, Önnur spöngin á gleraugunum mínum er dottin af og geisladiskarnir eru flestir rispaðir. Tæknin ræður ekki við það. Hvað meistaraverkið varðar hef ég skipt því út fyrir frambærilegt málverk... Helst eitthvað sem ég get selt svo ég geti oftar fyllt ljónslappabaðkerið með heitu vatni.... En draumar mínir hafa ræst!
Saturday, September 13, 2008
Á morgnana...
Það er haust í lofti hér í Kaupmannahöfn. Einn morguninn fann ég lyktina af köldu lofti þegar ég kom út um sexleytið og það setti að mér hroll þegar ég hjólaði af stað. Nokkrum dögum síðar var enn rökkur um hálfsex og í fyrsta skipti í langan tíma var erfitt að vakna. Þessir erfiðleikar ágerast með degi hverjum. Nú er svo komið að ég fálma eftir hlýjum fötum um leið og ég vakna og þarf að hafa ljós á hjólinu klukkan sex. Hinir sem vakna á eðlilegum tíma hafa ekki hugmynd um þetta því það er aftur komið síðsumar klukkan átta.....
Monday, September 08, 2008
Eitthvað að ske!!!
Ef einhver skildi ennþá nenna að kíkja á þetta blogg...þá má sjá að verið er að uppfæra síðuna þessa dagana! Ekki aðeins hefur síðan fengið nýtt look heldur er komin myndasíða á link hér við hlið! Ætlunin er svo að setja einnig link á myndlistina mína og jafnvel drattast til að skrifa eitthvað af og til....
Wednesday, June 25, 2008
Stutt Afmaelisblogg
Tha er madur farin ad nalgast fertugt iskyggilega! Fylli 36 arin i dag! Byrjadi lika i frii i dag sem er ollu gledilegra. Sex daga sumarfri i tilefni af komu sonar mins, besta afmaelisgjof sem eg gat fengid enda ekki sed drenginn sidan um jol. Hafdi nu hugsad mer ad sofa ut og vera uthvild a flugvellinum um hadegi en aldurinn er vist farinn ad segja mer til sin og eg gladvaknadi med Ragga klukkan halfsjo! Nuna er eg svo spennt ad hitta drenginn ad eg get omogulega sofnad aftur.
Annars er allt agaett ad fretta thannig, hef verid ad reyna ad akveda mig hvort eg aetti ad leita ad nyju starfi eda reyna ad thrauka ut radningartimann i nuverandi starfi. Thetta hefur allt sina kosti og galla. Nu virdist sem oxlin a mer se ad taka akvordun fyrir mig thvi hun virdist ekki einu sinni rada vid fyrsta daginn i hekkklippingum -og framundan er langt timabil... Nota thvi liklega friid eitthvad til ad leita eftir nyju starfi. Eg a nu svosem ekki vona a neinn se ad leita ad myndlistarmanni i vinnu en kannski getur madur fundid eitthvad sem er meira krefjandi vitmunalega og minna likamlega?
Annars er allt agaett ad fretta thannig, hef verid ad reyna ad akveda mig hvort eg aetti ad leita ad nyju starfi eda reyna ad thrauka ut radningartimann i nuverandi starfi. Thetta hefur allt sina kosti og galla. Nu virdist sem oxlin a mer se ad taka akvordun fyrir mig thvi hun virdist ekki einu sinni rada vid fyrsta daginn i hekkklippingum -og framundan er langt timabil... Nota thvi liklega friid eitthvad til ad leita eftir nyju starfi. Eg a nu svosem ekki vona a neinn se ad leita ad myndlistarmanni i vinnu en kannski getur madur fundid eitthvad sem er meira krefjandi vitmunalega og minna likamlega?
Wednesday, April 30, 2008
1. maj i Køben
-vodalega lidur timinn hratt! Hvad hefur svo gerst a rumum 4 manudum? Allt thad helsta;
1. Byrjadi ad mala fyrir aeggjan vinnufelaga mins sem einnig er gamall skolafelagi ur myndlistardeild FB. Se nu loks fyrir enden a thessu agæta malverki sem er Vanita. Fyrir tha sem ekki thekkja til eru VANITAS akvedin gerd kyrralifs mynde sem maladar voru i kringum 1600 og hugtakid sprettur af hugmyndinni um thai hegomlegasta af ollu hegomlegu eru myndirnar af meidi bibliulegra tilvitnana er varda veiklyndi, forgengileika og thversagnakennt edli mannsins samanborid vid timann, vald Guds og soguna. Thetta er mjog alvarlegt allt saman….
(Se nu ad min agæta nyja fartalva af gerdini Toshiba er ekki einungis stillt a danska leturgerd med stafssetningarleidrettingu heldur leidrettir hun beinlinis islenska textan a danska vegu, Hmm tharf ad kikja a thetta. Thid verdid bara ad geta i leidrettingarar!
2. Vard astfangin af fyrrnefndum vinnufelaga, sem haegdi mjog a allri listskopun i nokkurn tima. Hef nu leyst thad mal og mun hefja sambud i lok thessa manadar hvar vid getum sameinad okker helst ahugamal - ad mala og vera saman! Hann er indislegur……
3. Fyrirtækid sem eg vann hja akvad ad segja ollum smidum upp og einbeita ser ad mururum (sem eru miklu meiri tøffarar her) so jeg bare blev arbejdsløs men fik hjælp fra kommunen i 3 uger og nu har jeg fundet et andet job som en Gartner. Det er meget svært og jeg burde arbejde meget, alt for meget og lønnen er helt ikke så godt.! Nu arbejder jeg kun med Danskere og skal snakke dansk hele dagen. Så måske vil jeg snart tale flyende dansk???
4. Prjonadi lopapeysu i skiptum fyrir fartolvu og mun vera med internettengingu heima fra og med 20. Mai n.k. , tha fae eg mer Skype og det hele!
Thetta var svona thad helsta……
1. Byrjadi ad mala fyrir aeggjan vinnufelaga mins sem einnig er gamall skolafelagi ur myndlistardeild FB. Se nu loks fyrir enden a thessu agæta malverki sem er Vanita. Fyrir tha sem ekki thekkja til eru VANITAS akvedin gerd kyrralifs mynde sem maladar voru i kringum 1600 og hugtakid sprettur af hugmyndinni um thai hegomlegasta af ollu hegomlegu eru myndirnar af meidi bibliulegra tilvitnana er varda veiklyndi, forgengileika og thversagnakennt edli mannsins samanborid vid timann, vald Guds og soguna. Thetta er mjog alvarlegt allt saman….
(Se nu ad min agæta nyja fartalva af gerdini Toshiba er ekki einungis stillt a danska leturgerd med stafssetningarleidrettingu heldur leidrettir hun beinlinis islenska textan a danska vegu, Hmm tharf ad kikja a thetta. Thid verdid bara ad geta i leidrettingarar!
2. Vard astfangin af fyrrnefndum vinnufelaga, sem haegdi mjog a allri listskopun i nokkurn tima. Hef nu leyst thad mal og mun hefja sambud i lok thessa manadar hvar vid getum sameinad okker helst ahugamal - ad mala og vera saman! Hann er indislegur……
3. Fyrirtækid sem eg vann hja akvad ad segja ollum smidum upp og einbeita ser ad mururum (sem eru miklu meiri tøffarar her) so jeg bare blev arbejdsløs men fik hjælp fra kommunen i 3 uger og nu har jeg fundet et andet job som en Gartner. Det er meget svært og jeg burde arbejde meget, alt for meget og lønnen er helt ikke så godt.! Nu arbejder jeg kun med Danskere og skal snakke dansk hele dagen. Så måske vil jeg snart tale flyende dansk???
4. Prjonadi lopapeysu i skiptum fyrir fartolvu og mun vera med internettengingu heima fra og med 20. Mai n.k. , tha fae eg mer Skype og det hele!
Thetta var svona thad helsta……
Subscribe to:
Posts (Atom)