Monday, December 26, 2005

GLEDILEG JOL

Vid maedgin fórum á adfangadagskvold med Oldu og Wannesi í jólabod í úthverfi í Antwerpen. Tharna búa mikid af innflytjendum sem ekki halda jól svo útum allt voru opnar búdir og kebap stadir! Thetta er svona sambland af íbúda og verksmidjuhverfi og for okkar var heitid í gamalt verksmidjuhúsnaedi thar sem búa fimm listamenn og honnudir inná verkstaedinu sínu. Thegar vid komum var eigandi húsnaedisins, sem líka er honnudur, ad setja jólaskreytingu, 20 rauda bensinbrúsa med ljósi inní, utan á húsid. Húsnaedid var aevintýralegt, risastórt, hátt til lofts og vítt til veggja, íbúarnir 5 búa í litlum tréhúsum eda boxum inná verkstaedinu. Einn honnudurin hafdi alveg farid offari í jólaskreytingum sem voru kínverskar ad uppruna! Ein stelpan sem býr tharna er íslensk og átti hangikjot og í sameiningu bjuggum vid til uppstúf og fleira hefdbundid íslenskt jólafaedi í bland vid makróbíotíska graenmetissúpu og belgíska jólabúdinga! Allir logdu sitt af morkum og svo úr vard soldid skrítin en indisleg jólamáltíd. Vid hlustudum jólatónlist af LP plotum og eftir matinn var smá pakkaleikur en allir hofdu ádur fengid úthlutad einni manneskju til ad gefa jólagjof. Thetta var indislegt kvold med skemmtilegu folki og mjog hatidleg stemming undir risakristalsljosakrónunni vid langbordid med kinverska skrautinu; kannski ekki alveg thad sem madur a ad venjast en vid vorum mjog sátt vid thetta adfangadagskvold. Thegar vid komu heim heldum vid litlu jólin hjá Oldu og Wannesi, fengum okkur Nóa konfekt og opnudum pakka ad heiman og frá hvort odru. Vid fengum fullt af frábaerum pokkum, TAKK FYRIR THA! Ommu minni thakka ég sérstaklega fyrir inniskóna med lodfódrinu sem munu gera vetrarkvold á marmaragólfinu á Spáni mun notalegri!!!

No comments: