Wednesday, December 21, 2005

Jolaflugvel

Sváfum yfir okkur í gaer,ég úrvinda eftir verkefnaskil í skólanum, sem heppnudust reyndar mjog vel. Ég hélt thennan líka ljómandi fína fyrirlestur um Ísland á vandadri spaensku. Stundum er gott ad búa í litlu thorpi og ég sat langt fram á sunnudagsnótt á hverfisbarnum med Íslandkynninguna mína medan nágrannar mínir og vinir thraettu um hvernig best vaeri ad útskýra bjartar naetur og hveri á spaensku! Kynningin tók naestum thví klukkutíma en svona eftir á ad hyggja hefdi ég kannski átt ad hafa med myndir af Bónus og Ölstofunni, thví bekkjarsystkin mín virtust skilja thad thannig ad ég vaeri dagsdaglega ad reyna ad fóta mig í jardskjálfta eda á hlaupum undan eldgosi!
Elskulegir nágrannar okkar héldu svo kvedjumatarbod fyrir okkur á mánudagskvoldid, ég sofnadi ópökkud og thad vard algert panic thegar vid vöknudum allt af seint!
Á flugvellinum í Valencia beid okkar svo eldraud jólaflugvél til ad flytja okkur í jólafríid!
Sonur minn aetlar aldrei aftur med mér í flugvél! Ég bíd frekar í 10 metra bidröd á bordi 14 til ad tékka in en ad fara beint á bord 13! Ég tharf ad sitja aftast í óthaegilegustu saetunum afthví ad ég trúi thví ad thá muni ég lifa af flugslysid. Svo drekk ég alla leidina.... En viti menn, vid komumst lifandi til Brussel og thad rann nú fljótlega af mér. Nú erum vid komin til Antwerpen og höfum fengid thad verkefni ad jólaskreyta hjá Öldu og Wannesi sem eru á haus í vinnu og skóla fram ad 24. Okkur finnst thad nú ekkert leidinlegt....

1 comment:

Anonymous said...

Gott að þið komust heil á leiðarenda. Heldur Atli úti heimasíðu? Við erum með smá verkefni handa honum þegar hann kemur heim, auðvitað gegn greiðslu ;)