Thursday, December 22, 2005

JOL i Antwerpen

Mikid er nú gott ad komast í frí!! Er, svona eftir á ad hyggja, líklega búin ad vera soldid mikid stressud sídustu vikur á Spáni. Ekki thad ad madur sé ekki vanur miklu vinnuálagi og stressi. En thad verdur einhvernvegin miklu erfidara í ókunnugu landi thar sem ótrúlegustu smáatridi verda ad stórmáli. Maeli med ad fólk fari í árs skiptinemadvöl ef thad aetlar ad gera thad á annad bord. Nú er ég loksins farin ad geta talad vid samnemendur mína og farin ad venjast spaenskum sidum og venjum og thá er thetta ad verda búid. Finnst tad eiginlega soldid svindl.....
Vid maedgin eyddum gaerdeginum í midbaenum ad skoda jólastemminguna. Jól í Antwerpen eru eins og ad labba inn í jólapóstkort frá 19. öld!! Krúttlegur byggingastíllinn frá 17. öld passar mjög vel vid greni og jólaljós. Á ödru adaltorginu er jólamarkadur, fullt af litlum trékofum sem selja jólagjafir og skraut og út um allan bae má sjá fólk med húfur og trefla ad gaeda sér á jólaglöggi. Á hinu adaltorginu er búid ad búa til skautasvell. Thetta er mjög ólíkt jóladiskóstemmingunni á Spáni. Vid erum sammála um ad okkur lídi meira eins og heima hjá okkur hér. Á Spáni erum vid svo augljóslega útlendingar. Hér er fólkid líkara okkur í útliti og háttum. Merkilegt nokk, thá er thad mjög thaegileg tilfinning.
Eg er reyndar búin ad vera eins og hálfviti í hvert skipti sem ég opna munnin, byrja ósjálfrátt ad tala spaensku vid heimamenn eda tala sitt á hvad spaensku, ensku, thýsku og íslensku allt í sömu setningunni og byrja svo uppá nýtt á ensku! Thad er eitthvad skammhlaup í málstödvunum hjá mér thennan fyrsta sólarhring!
Í gaerkvöldi leigdum vid spólu og keyptum fullt af nammi og hreidrudum um okkur med Öldu og Wannesi vid ofninn og horfdum á ameríska afthreyingu. Thad var AEDI! Erum eiginlega búinn ad fá alveg nóg af tví ad skoda eitthvad nýtt og upplifa eitthvad merkilegt! Viljum bara hafa thad kósi um jólin, slappa af og hvíla okkur! Vid skodudum Antwerpen í bak og fyrir sídast thegar vid vorum hér og nú erum vid bara í fjölskyldufíling.....

1 comment:

Anonymous said...

elsku Agla mín, Atli og Alda, Gleðileg jól og vonandi hafið þið haft það gott í Belgíu. Hlakka til að heyra frá þér. Jólaknús frá Köben Inga og family