og í dag sat ég í sólbadi á svölunum. Ekki bikinisólbadi en thad var vel haegt ad sitja á úti á peysunni, drekka kaffi og lesa bladaúrklippur frá mömmu. Ef thad er eitthvad sem ég er gudslifandi fegin ad vera laus vid hér á Spáni eru thad íslenskir fjölmidlar. Hlusta af og til á klassískt fm og spaenskan kontrapunkt og reyni ad stafa mig í gegnum Stadarbladid. Eg hef sjaldan verid jafn skapandi og áhugasöm um lífid og tilveruna og thakka thad m.a. thví ad ég er laus vid heilraedagusur og speki misviturs íslensks fjölmidlafólks. Fínt ad fá thad sem mig raunverulega langar ad vita sent í gamaldags umslagi med póststimpli yfir Atlanthafid, Takk mamma!
Annars sér Atli um sjónvarpsgláp fyrir okkur baedi en sjónvarpsinnstunga var forgangsatridi thegar ég valdi nýju íbúdina; ég tel mig ad öllu jöfnu hvorki vera kandidat í barns(unglins)mord né sjónvarpskast fram af svölunum en nokkrir sólarhringar af samfleyttu MTV geta greinilega valdid persónuleikatruflunum!
Vid maedgin lifum thví nokkurn vegin í sátt og samlyndi á Carrer Batile thökk sé sjónvarpsinnstungunni.
Íbúdin er sem fyrr himnesk og vinnur enn á og ég er sannfaerd um ad thad er miklu betra Fengsui í thessari en hinni sídustu. Nóvembermánudur var satt ad segja frekar thungur og erfidur en nú eftir ad ég flutti er ég ad springa úr orku!! Til ad auka á gódu orkuna í íbúdinni eyddi ég nóttinni í nótt í ad búa til jólaskraut!!!! Komst í svona líka mikid jólaskap thegar ég brá mér baejarleid ad klára jólainnkaupin, minnist thess ekki ad hafa ádur thurft ad faekka fötum sökum hita vid thá athöfn!! Annars er nú bara voda jólalegt hér á Spáni en kannski fullmikil diskóstemming á jólaljósunum! Thad eina sem vantadi uppá jólaskapid mitt voru jólalögin svo ég brá mér í tilbodsdeildina og thurfti ad velja á milli Bing Crosbys og félaga og innlendrar tónlistar. Thar sem ég tek thessa menningareisu mína háalvarlega valdi ég flamencojólatónlist, well, get ekki sagt ad tónlistin kveiki í mér jólin en ég er búin ad hlusta á diskinn 10 sinnum og er farin ad adlagast rétt eins og núna finnst mér pálmatré med seríum voda jólaleg!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment