1. Ákved ad gera verkefni 2 í Pintura og Naturalesa ad ljósmyndaverkefni.
2. Gleymi thví sem ég hef lofad sjálfri mér, í hvert skipti sem ég geri ljósmyndaprójekt, ad gera aldrei framar ljósmyndaprójekt; allt sem tengist tölvum og myndavélum er tómt vesen og ég verd mjóg gedill á ad vera mikid ad fást vid taeki!
3. Gleymi thví ad nr. 2 á sérstaklega vid í tilfellum thar sem myndefnid tengist á einhvern hátt vatni (speglun), vedurfari eda náttúrunni.
4. Gleymi thví ad á Spáni á ég ekki einu sinni tölvu hvad thá prentara og ad ég er ekki ennthá búin ad fá sent skólaskírteinid sem heimilar mér adgang ad slíkum taekjum í skólanum.
5. Gleymi thví ad ég er lélegur ljósmyndari og tharf mikid ad nota forrit eins og photoshop til ad redda tví sem ég hef klúdrad í myndatökunni.
6. Gleymi tví ad photoshop er ekki hluti af theim grunnhugbúnadi sem fylgir hverri tölvu.
7. Man ad thad eru ad koma jól, ad ég skulda ýmislegt í samkvaemislífinu og ad thad er margt sem ég á eftir ad skoda í Valencia.
8. Mundi ad nokkrir dýrlingar áttu afmaeli í tharsídustu viku og vissi ad ég hefdi tharafleidandi naegan tíma til ad redda 1-6. Nota vikuna ad mestu í 7. Tek reyndar fullt af myndum sem litu ljómandi vel út á digital skjánum og fer svo í stórkostlegu "framkalladu sjálf" maskínuna í Alcampo. Framkalla í leidinni 150 myndir af lífi mínu á Spáni. Gleymi mér í tvo daga vid ad búa til albúm í máli og myndum.
9. Fae deadline hjá prófessornum; best ad taka thetta verkefni föstum tökum. Ekkert mál; litlir pappakarlar ad berjast vid elementin 4, vatn-eld-jörd-loft. Baetir á mig ödru verkefni í stadinn fyrir verkefni 3 sem hinir thurfa ad lesa fyrir; powerpointkynningu um Ísland.
10. Kemst ad thví ad einungis jördin er nothaef af theim myndum sem ég hef tekid. Kemst ad tví ad thad er ekki haegt ad bidja öldurnar í sjónum ad bída medan madur stillir fókusinn. Kemst ad thví ad thad er ekki heldur haegt ad bidja eldinn um thad. Kemst ad thví ad á Spáni er ekki haegt ad treysta á thad ad sjá ský á himni á tveggja vikna tímabili.
11. Fae sendar baekur frá mömmu á Íslandi til ad gera kynninguna. Thetta er allt í gódu en einn dýrlingur átti afmaeli á föstudaginn, heil helgi til stefnu.
12. Kemst ad tví ad nú eru tvaer myndir af fjórum komnar. Netkaffid í Port S er ekki med photoshop en eigandin hjálpar mér ad prenta út myndirnar og reynir ad lappa uppá thessar tvaer sem eru slaemar med einhverju semiforriti. Thaer "sleppa" ef allt fer til fjandans. Gaeti skotid aftur eda reynt af finna photoshop en nú eru tveir dagar til stefnu og betra ad byrja á Íslanskynningunni sem proffessorinn er búinn ad lofsyngja fyrirfram fyrir bekkinn.
13. Eydi allri nóttinni í ad velja myndir af íslandi sem allar tengast hver annari baedi í ljósi, litum og konsepti. Thad verdur ad vera flaedi í svona kynningu...
14. Eydi öllum deginum í ad ólöglega eftirprentun. Fer á netkaffid. Kemst ad thví ad 70 % af myndunum eru ónothaefar, ónýtar í lit eda úr fókus. Dreg andann djúpt. Gudi sé lof fyrir alla thá túrista sem fara til íslands taka fullt af myndum og sjá ástaedu til ad birta thaer á netinu. Byrja uppá nýtt.
15. Er núna búin ad vera í 8 klst samfleytt á netkaffinu. Vaeri líklega farin á taugum núna ef ég fengi ekki reglulegt hughreystingarbros frá eigandanum Ramíró. Hann er ekki bara klár ad prenta hann er líka saetur.... og alltaf ad segja mér ad eina leidin til ad laera spaensku sé ad eignsta spaenskan kaerasta... Kemur úr afskekktri sveit í Argentínu og aetlar flytja thangad aftur. Hann var rétt í thessu ad klára ad brenna fyrir mig diskinn med íslandskynningunni.....
16. Vonast eftir trumuskýjum á morgun og reyni kannski ad mynda vatnid einu sinni enn. Ef ekkert gengur upp er ég viss um ad argentínumadurinn minn reddar thví.... En nóttinni eydi ég med ordabókinni....aetli thad sé til spaenskt ord yfir jökul????
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
úff... ég varð bara stressuð við að lesa þetta!
Æði og af öllum bloggum best. Þegar þú sagðir: en nóttinni eyði ég með... þá hélt ég setningin myndi enda á: argentínskum bónda, tölvunördi og prentara.
Mig hefur einmitt lengi langað til Argentínu. Stóla hérmeð á gistingu hjá þér.
Post a Comment