Þegar liðnar voru rúmar tvær vikur og ekkert hafði heyrst af sjómanninum unga var móðurinni nóg boðið hafði uppá útgerðinni á netinu og gerði sér lítið fyrir og hringdi um borð í Höfrung!
Ungi maðurinn ber sig vel segist búa við gott atlæti, vera í góðum félagsskap og ekki finna fyrir neinni sjóveiki! Hann hefði ekki hugmynd um hvar hann væri staddur eða hvað verið væri að veiða en móðirin var sátt að heyra í honum gott hljóð!
Annars er ekki margt að frétta nema það að ég er komin með sambýliskonu í herbergið hans Atla. Kristín er fyrrum skólasystir mín og fyrirtaks félagsskapur og því ekki einmanalegt í fjarveru einkasonarins. Nú svo er ég í stöðugu sambandi til Afríku og er farin að undirbúa ferð þangað um jólin! Í fréttum var þetta helst!
Monday, October 16, 2006
Sunday, October 01, 2006
Annars er það helst í fréttum....
Að eftir samtals sjö ára nám er ég komin aftur í gömlu vinnuna! Ég semsagt aftur komin í fullt starf í Kraminu og ber þann virðulega titil "verkefnastjóri kennslusviðs". Það er bara voða gaman í nýju / gömlu vinnunni þótt vinnudagarnir hafi verið helst til langir þennan fyrsta mánuð annarinnar. Nú er vetrarstarfið farið að rúlla og framundan hin þægilegasti vinnutími sem hentar vel með öðrum skapandi störfum. Minn heittelskaði sonur er líka, frá og með gærdeginum, kominn í nýja vinnu og eru það öllu meiri tíðindi. Það var mikið hrærð mamma sem fylgdi unga manninum til bryggju í gærkvöldi og horfði á eftir litla barninu sínu ganga um borð í risastóran frystitogara á leið út á ballarhaf í 40 daga! Þetta var mjög stór stund og töluvert ógnvænlegri en fyrsti skóladagurinn! Nú er litli drengurinn orðin ungur maður að þarf að spjara sig sjálfur símasambandslaus innan um harðgerðar hetjur landsins útá miðju Atlantshafi. Ekkert elsku mamma þar um borð...
Móðurhjartað er satt að segja alveg í uppnámi yfir þessum gjörningi og ég held niðrí mér andanum þennan fyrsta túr, krossa fingur og hugsa til almættisins!
Móðurhjartað er satt að segja alveg í uppnámi yfir þessum gjörningi og ég held niðrí mér andanum þennan fyrsta túr, krossa fingur og hugsa til almættisins!
Morgunhæna
Það er mér hulin ráðgáta hvers vegna ég hef tekið uppá því að vakna af sjálfsdáðum kl. 5 á morgnana? Hálfsjö var þrautin þyngri í sumar en nú ber svo við að ég hrekk upp á þessum óguðlega tíma og get ekki með nokkru móti sofnað aftur fyrren um 8 leytið. Ég hef 3 langsóttar skýringar á þessum ósköpum; 1. Ég er að eldast hratt og er komin með áttræða tímaklukku? 2. Einhver hefur lagt á mig heilsusamlegan lífernisgaldur? Þessum galdri fylgir einnig áfengislystarleysi, skemmtanaóþol og löngun til að hætta að reykja. Allt hið besta mál og vonandi að ég komi einhverju í spennandi verk fyrst ég hef læknast af skemmtanasýkinni svona alveg uppúr þurru. 3. Ég er ástfangin og bíð óþreyjufull eftir fyrsta sms-i dagsins kl. 7 að afrískum tíma? Strengja -Emil sem ég kynnti til sögunnar hér síðast er semsagt out og nýr vonbiðill kominn til sögunnar. Sá er breti á fimmtugsaldri, búsettur í Afríku og starfar við vísundaveiðar. Því miður er hann ekki með neina heimasíðu með myndum af sjálfum sér á g-streng sem hægt er að linka á svo þið verðið að láta ímyndunaraflið duga að sinni. Ég get hins vegar sagt ykkur að hann er hávaxinn, sköllóttur og með glænýjar postulínskrónur á tönnunum. Mágkonu minni og bestu vinkonu finnst hann hinn myndarlegasti maður og þið verðið bara að taka orð þeirra fyir því! Nú er stóra spurningin hvort ég eigi að eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar í Reykjavík eða elskhugans í Höfðaborg????
Monday, July 31, 2006
DRAUMAPRINS!!!!!
Lífið þessa dagana er aðallega þunglyndi yfir álagningarseðlinum ::::-( -og vinna og aftur vinna....... Það eina gleðilega sem gerst hefur er að mágkona mín benti mér á spennandi mann. Aldrei að vita nema þessi sé máli? Kann ekki að setja linkin hér???
Monday, June 19, 2006
Skynsemi
Er skynsemi það sama og þunglyndi??? Eftir að hafa djammað viðstöðulaust í lengri tíma en ég kæri mig um að viðurkenna fékk ég þá flugu í höfuðið að það væri eitthvað að hjá fólki á fertugsaldri sem væri á æðisgengnum flótta undir grillábreiðu í leigubíl kl. 5 á föstudagsmorgni. 'Eg get ekki gefið skýringu á því hvað við vorum að gera undir þessu svarta sérsaumaða teppi en þríeykið taldi það nauðsyn að fara huldu höfði upp fimm hæðir í íbúðarblokk. Eitthvað gekk brösulega að samræma sex fætur á leið upp stiga og olli það nokkrum hlátrarsköllum sem ekki féllu í góðan jarðveg hjá nágrönnum vinar míns. Þessi ágæti vinur minn skilur ekki hvers vegna nágrönnunum er í nöp við hann? Mér reiknast svo til að svona háttalag hjá okkur vinunum hafi nú staðið í meira og minna 20 ár og seinna þennan ágæta föstudag fékk ég þá flugu í höfuðið nú væri komið nóg?
Ég er á sjálfu sér ekkert á móti skemmtunum. Alls ekki, allir ættu alltaf að vera að skemmta sér. En það læddist að mér sá illi grunur að e.t.v. væru bein tengsl á milli framtaksleysis í hinum ýmsu skapandi verkefnum sem eru mér mjög hugleikin og of mikillar gleði. Svo nú er ég ekki glöð lengur. Það hefur ekkert skemmtilegt gerst í 3 sólarhringa en ég búin að vera mjög dugleg!!!! Í kvöld byrjaði ég að lesa Samræður við Guð og er að hugsa um að ganga í sértrúarsöfnuð með tveim dönskum konum sem ég kynntist í flugvél. Ég get svo iljað mér við minningarnar um grillábreiðuna með tebollanum í kvöld.....
Ég er á sjálfu sér ekkert á móti skemmtunum. Alls ekki, allir ættu alltaf að vera að skemmta sér. En það læddist að mér sá illi grunur að e.t.v. væru bein tengsl á milli framtaksleysis í hinum ýmsu skapandi verkefnum sem eru mér mjög hugleikin og of mikillar gleði. Svo nú er ég ekki glöð lengur. Það hefur ekkert skemmtilegt gerst í 3 sólarhringa en ég búin að vera mjög dugleg!!!! Í kvöld byrjaði ég að lesa Samræður við Guð og er að hugsa um að ganga í sértrúarsöfnuð með tveim dönskum konum sem ég kynntist í flugvél. Ég get svo iljað mér við minningarnar um grillábreiðuna með tebollanum í kvöld.....
Saturday, June 17, 2006
Það rignir...
..og rignir rignir!!! Veit ekki alveg með þessi garðyrkjustörf lengur? Hef varla farið úr flísi og regngallanum alla vikuna! Maður verður undarlega rólegur í öllum þessum gráma. Engin seiðandi sumarsól með fyrirheitum um ævintýri handan við hornið. Bara jörðin og vaxandi tenging við hana sem e.t.v. er ekki af hinu slæma.
Símon bauð okkur vinkonunum í mat í gærkvöld. Það helliringdi en við ákváðum nú samt að taka áhættuna á því að drukkna og fórum með björgunarbát á næsta bar. Þar hitti ég fyrir bræður, máttarstólpa í íslensku myndlistalífi. Ræddum um himin og jörð og aðallega jörð og hvernig karmaður gæti riðið jörðinni í bókstaflegri merkingu, veit ekki alveg með þessa konseptlistamenn, er ennþá að reyna að sjá gjörninginn fyrir mér....
Símon bauð okkur vinkonunum í mat í gærkvöld. Það helliringdi en við ákváðum nú samt að taka áhættuna á því að drukkna og fórum með björgunarbát á næsta bar. Þar hitti ég fyrir bræður, máttarstólpa í íslensku myndlistalífi. Ræddum um himin og jörð og aðallega jörð og hvernig karmaður gæti riðið jörðinni í bókstaflegri merkingu, veit ekki alveg með þessa konseptlistamenn, er ennþá að reyna að sjá gjörninginn fyrir mér....
Monday, June 12, 2006
Ennþá andvaka...
Finna sér nýtt markmið, það hlýtur að vera málið. Þykist ætla að hætta að reykja í vikunni, það er markmið í sjálfu sér! Aldrei tekist hingað til en kannski allt í lagi að reyna af og til þó ekki nema vegna þess hvað það er gaman að byrja aftur ;-)
Veit ekki hvort ég vil verða myndlistarmaður, gott að velta því fyrir sér eftir margra ára nám í faginu. Þetta er þriðja menntunin sem ég næli mér í, þetta er svona viss útilokunaraðferð sem ég nota og ef LÍN biði uppá slíkt gæti ég verið að stunda hana það sem eftir er ævinnar... Nú lítur út fyrir að ég þurfi að ákveða hvað ég ætla að gera þegar ég er orðin stór. Kannski þess vegna sem ég er nánast flutt inn til foreldra minna. Gott að vera hér þegar maður vill ekki verða fullorðin!! (svo vinn ég líka í næstu götu svo það er styttra að fara á morgnana kl. 7:15!!!)
Ég er svo gott sem búin að ráða mig í vinnu á Íslandi næsta vetur. Ég verð víst seint ásökuð um að tolla illa í vinnu, er að hefja 10 starfsárið í Kraminu og er að hugsa um að taka þátt í vissum skipulagsbreytingum þar næsta vetur -sem eiginlega þýðir að ég fer í sama starf og ég var í þegar ég fór í skóla fyrir 7 árum.
Þetta er ekki alveg það sem ég hafði séð fyrir mér, var meira að hugsa um að flytja til Köben, fá mér hjól og lenda í ástarsambandi við ljóshærðan leikskólakennara. Eða fara til Berlínar í framhaldsnám og gerast pólitísk listakona.
En nú er það alvara lífsins. Það eina örugga í lífinu er yfirdrátturinn!! Langar líka að leyfa syni mínum að finna aðeins út hvað hann vill gera áður en ég sting af á vit ævintýranna og koma litla álfaverkefninu mínu lengra af stað.
Það sem ég skelfist mest er að ég ílengist!! Ég vil því biðja ykkur að gefa mér spark í rassinn ef ég fer að minnast á eitthvað af eftirfarandi;
1. Að kaupa bíl eða íbúð
2. Að kaupa eitthvað annað á afborgunum
3. Aukalífeyrissparnað
4. Karlmann sem hefur sér það til ágætis að vera skynsamlegt val eða vænn ráðahagur
5. Að ég tæki mig vel út með barnavagn
6. Kennsluréttindi
7. Að maður verði jú einhverntíma að FULLORÐNAST
Veit ekki hvort ég vil verða myndlistarmaður, gott að velta því fyrir sér eftir margra ára nám í faginu. Þetta er þriðja menntunin sem ég næli mér í, þetta er svona viss útilokunaraðferð sem ég nota og ef LÍN biði uppá slíkt gæti ég verið að stunda hana það sem eftir er ævinnar... Nú lítur út fyrir að ég þurfi að ákveða hvað ég ætla að gera þegar ég er orðin stór. Kannski þess vegna sem ég er nánast flutt inn til foreldra minna. Gott að vera hér þegar maður vill ekki verða fullorðin!! (svo vinn ég líka í næstu götu svo það er styttra að fara á morgnana kl. 7:15!!!)
Ég er svo gott sem búin að ráða mig í vinnu á Íslandi næsta vetur. Ég verð víst seint ásökuð um að tolla illa í vinnu, er að hefja 10 starfsárið í Kraminu og er að hugsa um að taka þátt í vissum skipulagsbreytingum þar næsta vetur -sem eiginlega þýðir að ég fer í sama starf og ég var í þegar ég fór í skóla fyrir 7 árum.
Þetta er ekki alveg það sem ég hafði séð fyrir mér, var meira að hugsa um að flytja til Köben, fá mér hjól og lenda í ástarsambandi við ljóshærðan leikskólakennara. Eða fara til Berlínar í framhaldsnám og gerast pólitísk listakona.
En nú er það alvara lífsins. Það eina örugga í lífinu er yfirdrátturinn!! Langar líka að leyfa syni mínum að finna aðeins út hvað hann vill gera áður en ég sting af á vit ævintýranna og koma litla álfaverkefninu mínu lengra af stað.
Það sem ég skelfist mest er að ég ílengist!! Ég vil því biðja ykkur að gefa mér spark í rassinn ef ég fer að minnast á eitthvað af eftirfarandi;
1. Að kaupa bíl eða íbúð
2. Að kaupa eitthvað annað á afborgunum
3. Aukalífeyrissparnað
4. Karlmann sem hefur sér það til ágætis að vera skynsamlegt val eða vænn ráðahagur
5. Að ég tæki mig vel út með barnavagn
6. Kennsluréttindi
7. Að maður verði jú einhverntíma að FULLORÐNAST
Sniðugt...
...að leggja sig 3svar sama daginn og vera svo andvaka fyrir byrjun vinnuvikunnaar. Fólk hefur reyndar fengið stórbrotnar hugmyndir á andvökunóttum svo það er e.t.v.ekki með öllu slæmt. Verra að vera andvaka á "pyntingarbekknum" rúminu í gestaherbergi foreldra minna. Hvað var þetta með þessa gömlu svefnsófa, 70 cm á breidd með grjótharðri dýnu? Elur ekki af sér neinar góðar hugmyndir; í besti falli vandamálakrufningar. Niðurstaða krufnngarinnar er; of mikið vinnuálag í bland við eftirútskriftarþunglyndi. Hvað gerir maður þegar markmiðum er náð???
HVÍLD
Tók mér frí í allan dag! Búin að leggja mig, hlusta á Bach, og leggja mig aftur.
Kannski er sniðugt að halda hvíldardaginn heilagan svona af og til. Hitta sjálfa sig öðruvísi en á hlaupum og spyrja nokkurra krefjandi spurninga. Smá naflaskoðun og vangaveltur um framtíðina. Enginn sérstakur bömmer en þarf ekki eitthvað að fara að breytast hér? Er það tilgangur lífsins að djamma fram á morgun allar helgar? Það er gaman og ég er með harðsperrur af hlátri gærdagsins; Óbærilegur léttleiki...
Er þetta spurning um að fara í yoga eða ganga í sértrúarsöfnuð? Eða bara að fara að skapa sér verkefni sem eru það krefjandi og spennandi að maður tímir ekki að sóa tímanum í endalaust djamm? Gæti verið, maður verður jú að gera eitthvað við þetta BA próf í föndri?
Kannski er sniðugt að halda hvíldardaginn heilagan svona af og til. Hitta sjálfa sig öðruvísi en á hlaupum og spyrja nokkurra krefjandi spurninga. Smá naflaskoðun og vangaveltur um framtíðina. Enginn sérstakur bömmer en þarf ekki eitthvað að fara að breytast hér? Er það tilgangur lífsins að djamma fram á morgun allar helgar? Það er gaman og ég er með harðsperrur af hlátri gærdagsins; Óbærilegur léttleiki...
Er þetta spurning um að fara í yoga eða ganga í sértrúarsöfnuð? Eða bara að fara að skapa sér verkefni sem eru það krefjandi og spennandi að maður tímir ekki að sóa tímanum í endalaust djamm? Gæti verið, maður verður jú að gera eitthvað við þetta BA próf í föndri?
Sunday, June 11, 2006
SmáSMjaður (sms)
Það er fátt ólíklegra til árangurs en að einsetja sér að eiga rólega helgi! Ég er nú afskaplega róleg í tíðinni og lítið gefin fyrir skemmtanir og vitleysu. Vil vakna snemma um helgar og njóta litlu hlutanna í lífinu; að lesa blaðið með kaffibollanum, fá mér göngutúr við Ægissíðuna og rótast eitthvað í garðinum. Það vill bara svo óheppilega til að ég á svo skemmtilega vini. Þannig leiddi eitt af öðru á föstudagskvöldið; eftir rólegheita rauðvínsglas og hugmyndafund féllst ég á að fá mér einn fyrir svefninn með Tóta vini mínum. Það endaði í dansi á einhverri ógæfubúllu í morgunsárið og gítar og söngskemmtun á Ingólfstorgi fram á næsta dag.
Taldi ég þá að ekki yrði úthaldið mikið í matarboðið sem til stóð í gærkvöldi. Mér tókst með naumindum að halda mér uppréttri til tvö og var á leið heim þegar ég rakst á þá félaga Tóta og Bjössa. Þeir voru líka á heimleið svo ég taldi mér óhætt í þeirra félagsskap. Skil ekki ennþá hvernig það tók okkur þrjár klukkustundir að komast frá Ölstofunni út á Mela? En það var mjög gaman á leiðinni.... Það eru forréttindi að eiga svona skemmtilega vini!!!
Taldi ég þá að ekki yrði úthaldið mikið í matarboðið sem til stóð í gærkvöldi. Mér tókst með naumindum að halda mér uppréttri til tvö og var á leið heim þegar ég rakst á þá félaga Tóta og Bjössa. Þeir voru líka á heimleið svo ég taldi mér óhætt í þeirra félagsskap. Skil ekki ennþá hvernig það tók okkur þrjár klukkustundir að komast frá Ölstofunni út á Mela? En það var mjög gaman á leiðinni.... Það eru forréttindi að eiga svona skemmtilega vini!!!
Saturday, June 10, 2006
Brjálað að gera!
hef gert lítð annað en að vinna síðustu vikur! Vonast til að geta farið að sinna blogginu betur á næstu dögum! Var að skoða vefsíður vina minna úr skólanum og sé að bloggsíðan mín er mjög einföld. Þarf að plata besta bróður í heimi til að tæknivæða þessa síðu mína svo ég geti sett inn myndir og fleiri linka og annað áhugavert efni t.d. untitlegroup sem er nýjasta "listamannaklíkan" Annars margt að frétta...
Saturday, May 06, 2006
-varðandi útskrifatverkefnið mitt
-sem verður eftir 11 tíma sýnt vinum og ættingjum, pressunni, 10 þúsund borgarbúum og síðast en ekki síst hinum háleita myndlistarheimi.
Ég las það einhverntíma að munurinn á geðsjúkri konu og heilbrigðri væri sá að hin geðsjúka héldi sig alltaf við sama hegðunarmunstur, sama hversu illa það hefði reynst, í von um nýjar afleiðingar. Það er eins og mig rámi í að fyrir ekki svo alls löngu hafi ég bloggað hér um verkefni sem gekk fremur brösulega ekk síst vegna baráttu við náttúrulögmálin. 'Eg kveikti samt ekki á neinum perum þegar prófessorinn minn commenteraði á lokaverkefnið mitt fyrir nokkrum vikum og sagði; "svo þú ert ákveðin í að berjast við lögmál eðlisfræðinnar?"
Þetta hófst allt með því að ég ákvað að gera ískúlptúr af konu úr ís, frystri inní ferstrendingi, einnig úr ís. Verkið varð að vera í mannstærð og því skildi haldið frosnu í 3 vikur.
Ég vildi hafa vaðið fyrir mig tæknileg og leitaði því til sérfræðinga á þessu sviði m.a. íslandsmeistarans í klakaskurði og nýútskrifað doktors í eðlisfræði frá Oxford.
Þeir voru fljótir að benda mér á tæknilega örðuleika s.s. að frystielement væru ekki handfrjáls búnaður heldur þyrfti kassa utanum þau -nema ég hefði hugsað mér að frysta allt listasafnið -og að stytta af þessari stærðargráðu vægi u.þ.b. hálft tonn.
Hér hefði sumar konur látið bugast -en NEI. Ég vildi ekki sjá neinn ísskáp utan um styttuna mína og ákvað því að leyfa henni að bráðna bara á opnunardaginn. (Eftir að hafa hillað landsliðið í lyftingum til að koma henni í hús)
Þá tók ég til við að styttuna til, frysta klaka og búa til mót. Styttan skildi að hluta til höggvinn í ís og að hluta til steypt. Við mótagerðina fjárfesti ég í Uritani sem er mikið dásemdar efni og reyndist mjög heppilegt til ísmótagerðar en hefur þá leiðu aukaverkun að valda öndunarstoppi ef maður er mikið að anda því að sér. Ég komst stórslysalaust í gegnum þann prósess og úr mótunum streymdi nákvæm eftirmynd af hausnum á mér úr ís. Þá fór ég að frysta ísmola til að höggva í. Það hefði kannski átt að segja mér eitthvað þegar ég gat ekki lyft því sem nam einni mjöðm hjálparlaust uppúr frystikistunni. Vandamálið var bara að frystikistan var einungis 120 á lengd en styttan skildi vera 2oo. Þá tóku við alls kyns vangaveltur um leigu á frystigámum og sliku.
Um þetta leiti var komið að kynningu á lokaverki á síðustu stundu ákvað ég að búa til plan B. -svona til öryggis ef eitthvað gengi ekki upp með hálfa tonnið. Þá var það kannski aðeins farið að hvarfla að mér að þetta væri allt soldið erfitt í framkvæmd. Plan B hjóðaði uppá að nota bara einn íshaus og hendi og frysta í líki sofandi konu í plexiglerboxi. Ég hélt samt áfram með plan A og hélt áfram að frysta ísklumpa. Þá rak ég mig á eitt af lögmálum eðlisfræðinnar sem er að vatn þenst við frystingu -sem er í sjálfu sér lítið mál þegar frystir eru hausar en aðeins meira þegar komnir eru hálfár líkamsstærðir t.d. springa mótin áður en vatnið nær að frjósa! Ég var rétt búin að finna lausnina á þessu vandamáli þegar ég gerði mér grein fyrir þ´vi að það var rúm vika til stefnu. Þá tók ég þá skynsemis ákvörðun að skipta snarlega í plan B!
Ég las það einhverntíma að munurinn á geðsjúkri konu og heilbrigðri væri sá að hin geðsjúka héldi sig alltaf við sama hegðunarmunstur, sama hversu illa það hefði reynst, í von um nýjar afleiðingar. Það er eins og mig rámi í að fyrir ekki svo alls löngu hafi ég bloggað hér um verkefni sem gekk fremur brösulega ekk síst vegna baráttu við náttúrulögmálin. 'Eg kveikti samt ekki á neinum perum þegar prófessorinn minn commenteraði á lokaverkefnið mitt fyrir nokkrum vikum og sagði; "svo þú ert ákveðin í að berjast við lögmál eðlisfræðinnar?"
Þetta hófst allt með því að ég ákvað að gera ískúlptúr af konu úr ís, frystri inní ferstrendingi, einnig úr ís. Verkið varð að vera í mannstærð og því skildi haldið frosnu í 3 vikur.
Ég vildi hafa vaðið fyrir mig tæknileg og leitaði því til sérfræðinga á þessu sviði m.a. íslandsmeistarans í klakaskurði og nýútskrifað doktors í eðlisfræði frá Oxford.
Þeir voru fljótir að benda mér á tæknilega örðuleika s.s. að frystielement væru ekki handfrjáls búnaður heldur þyrfti kassa utanum þau -nema ég hefði hugsað mér að frysta allt listasafnið -og að stytta af þessari stærðargráðu vægi u.þ.b. hálft tonn.
Hér hefði sumar konur látið bugast -en NEI. Ég vildi ekki sjá neinn ísskáp utan um styttuna mína og ákvað því að leyfa henni að bráðna bara á opnunardaginn. (Eftir að hafa hillað landsliðið í lyftingum til að koma henni í hús)
Þá tók ég til við að styttuna til, frysta klaka og búa til mót. Styttan skildi að hluta til höggvinn í ís og að hluta til steypt. Við mótagerðina fjárfesti ég í Uritani sem er mikið dásemdar efni og reyndist mjög heppilegt til ísmótagerðar en hefur þá leiðu aukaverkun að valda öndunarstoppi ef maður er mikið að anda því að sér. Ég komst stórslysalaust í gegnum þann prósess og úr mótunum streymdi nákvæm eftirmynd af hausnum á mér úr ís. Þá fór ég að frysta ísmola til að höggva í. Það hefði kannski átt að segja mér eitthvað þegar ég gat ekki lyft því sem nam einni mjöðm hjálparlaust uppúr frystikistunni. Vandamálið var bara að frystikistan var einungis 120 á lengd en styttan skildi vera 2oo. Þá tóku við alls kyns vangaveltur um leigu á frystigámum og sliku.
Um þetta leiti var komið að kynningu á lokaverki á síðustu stundu ákvað ég að búa til plan B. -svona til öryggis ef eitthvað gengi ekki upp með hálfa tonnið. Þá var það kannski aðeins farið að hvarfla að mér að þetta væri allt soldið erfitt í framkvæmd. Plan B hjóðaði uppá að nota bara einn íshaus og hendi og frysta í líki sofandi konu í plexiglerboxi. Ég hélt samt áfram með plan A og hélt áfram að frysta ísklumpa. Þá rak ég mig á eitt af lögmálum eðlisfræðinnar sem er að vatn þenst við frystingu -sem er í sjálfu sér lítið mál þegar frystir eru hausar en aðeins meira þegar komnir eru hálfár líkamsstærðir t.d. springa mótin áður en vatnið nær að frjósa! Ég var rétt búin að finna lausnina á þessu vandamáli þegar ég gerði mér grein fyrir þ´vi að það var rúm vika til stefnu. Þá tók ég þá skynsemis ákvörðun að skipta snarlega í plan B!
Tuesday, May 02, 2006
Skoðanakönnun
Trúi því varla að ég sé að blogga í ljósi þessa hvað ég er í miklu tímahraki með útskriftarverkefnið mitt sem á að vera tilbúið á föstudagsmorgun. Það er saga að segja frá því og gengur verkefnið nú undir vinnuheitinu PROJECT TAUGAÁFALL. Ég þarf hins vegar að ákveða nafn á þennan ísskúlptur minn sem er sofandi kona (eða hluti af henni) og mun ef (7-9-13) allt gengur upp sofa í plexigler´frystiskápnum sem ég var að smíða. Spurningin er hvort á verkið að heita "H2O(F)" -eða "Einu sinni...."
Hvað finnst ykkur?
Hvað finnst ykkur?
Thursday, April 20, 2006
ÞVOTTAVÉLAKARMA IIII !!!
Gerði mér vonir um að næst gæti ég tuðað um eitthvað annað. Eftir 30 þúsund króna reikning frá þvottavélaverkstæðinu áttum við mæðgin 3 ljúfar vikur; við skiptum þvottavélinni bróðurlega á milli okkar og heimilislífið minnti á þvottaefnisauglýsingu (hér kemur tónlist). Létt á fæti valhoppuðum við upp kjallarastigann með bastkörfur fullar af hreinum sokkum og nærbuxum. Staflar af hreinum þvotti tóku við af fjöllum af óhreinum þvotti og við undum okkur sæl við að raða í fataskápana og vorum alltaf hrein og snyrtileg til fara. Þar til eitt kvöldið að ég kem heim og ætla að taka úr vélinni sem ég setti í þá um morguninn. Er ég kem niður kjallarastigann heyri ég ógnvænlegt hljóð. Þetta hlýtur að vera vél nágrannakonunnar að þeytivinda, hugsa ég með mér? En það er ekki um að villast, þetta er Hotpoint tryllitækið búið að vera að þeytvinda í 10 tíma samfleytt. Á tölvuskjánum gefur að líta grunsamlega errorkoda og það eina sem ég gat gert var að taka vélina úr sambandi svo hún hætti. Það er ekkert restart á þessari vél og hún hefur verið dauð síðan.....
Nú er mér allri lokið!! Ég er komin með þvottavélaþunglyndi á háu stigi og hef ekki dug í mér til að hringja í viðgerðarmann. Sem betur fer komu páskar með tilheyrandi boðum hjá vinum og ættingjum. Ég er hætt að mæta með rauðvínsflöskur eða blóm í boð, núna kem ég bara með fulla Hagkaupspoka, dreg húsmæðurnar afsíðis og spyr örvæntingafull; ekki mætti ég setja í eina vél hjá þér meðan við borðum?
Nú er mér allri lokið!! Ég er komin með þvottavélaþunglyndi á háu stigi og hef ekki dug í mér til að hringja í viðgerðarmann. Sem betur fer komu páskar með tilheyrandi boðum hjá vinum og ættingjum. Ég er hætt að mæta með rauðvínsflöskur eða blóm í boð, núna kem ég bara með fulla Hagkaupspoka, dreg húsmæðurnar afsíðis og spyr örvæntingafull; ekki mætti ég setja í eina vél hjá þér meðan við borðum?
Saturday, March 25, 2006
Þvottavélakarma III
Blessaður maðurinn fannst að lokum. Reyndist vera í harðri forræðisdeilu í hæstarétti, setti mig ekki frekar inní það mál, vildi bara eignast hrein föt. Læt mig dreyma um stafla af hreinum nærbuxum á leiðinni í skólann...
DAGUR 1. Sonur minn hringir, er mikið niður fyrir, reimin passar ekki!!!
Ég bugast. Í tvo daga.
DAGUR 4. Ég hringi í Rafbreidd og bið þá vinsamlegast um að senda mér mann og reim
- mér er alveg sama hvað það kostar. Missi tíma úr skóla til að taka á móti manninum og fæ mér frí á kvöldvaktinni í vinnunni, ætla að vera heima að þvo þvott í kvöld.
Elskulegur viðgerðarmaður kemur á svæðið og tilkynnir mér að það sé ekkert reimin sem er farin, heldur legurnar! ??? Hvað þýðir það? Vélin þarf að fara á verkstæði.
Nota kvöldvaktafríið til að taka á móti sendibílstjóra og þvo það nauðsynlegasta í höndunum.
DAGUR 7, Þvottavélin kom heim í gær, ég þori ekki að prófa hana. Ætla fyrst að tala við miðil og reyna að friðmælast við þessa þvottakonu sem ég kom svona illa fram við í fyrra lífi. Það er gott að tuða á blogginu.
DAGUR 1. Sonur minn hringir, er mikið niður fyrir, reimin passar ekki!!!
Ég bugast. Í tvo daga.
DAGUR 4. Ég hringi í Rafbreidd og bið þá vinsamlegast um að senda mér mann og reim
- mér er alveg sama hvað það kostar. Missi tíma úr skóla til að taka á móti manninum og fæ mér frí á kvöldvaktinni í vinnunni, ætla að vera heima að þvo þvott í kvöld.
Elskulegur viðgerðarmaður kemur á svæðið og tilkynnir mér að það sé ekkert reimin sem er farin, heldur legurnar! ??? Hvað þýðir það? Vélin þarf að fara á verkstæði.
Nota kvöldvaktafríið til að taka á móti sendibílstjóra og þvo það nauðsynlegasta í höndunum.
DAGUR 7, Þvottavélin kom heim í gær, ég þori ekki að prófa hana. Ætla fyrst að tala við miðil og reyna að friðmælast við þessa þvottakonu sem ég kom svona illa fram við í fyrra lífi. Það er gott að tuða á blogginu.
Friday, March 24, 2006
Þvottavélakarma II taka2
Fyrstu vikurnar á Íslandi var ég of upptekin við að skrifa BA ritgerð til að gefa mig í þetta þvottavélamál -enda má lengi finna gamla ibizaboli og ósamstæða sokka í skápnum. Að lokum var það karlmaðurinn á heimilinu sem tók málin í sínar hendur og hafði uppá þvottavélaviðgerðarmanni sem var til í að gera við vélina fyrir myndskreytingu á skinn. Þá kom í ljós að um sakamál var að ræða, einhver hafði stolið reiminni úr vélinni??? Ég veit ekki hvort fólk beinlínis brýst inní þvottahús og stelur þvottavélareimum en ég gruna a.m.k. ekki hálfníræða nágrannakonu mína um græsku. Málið er ekki hjá rannsóknarlögreglu en ég fékk það verkefni að kaupa nýja reim enda ekki boðið uppá varahluti í svona skiptibuisness. Ekkert mál...
DAGUR 1. Ég tók strætó úr skólanum í Heklu til að kaupa nýja reim. Þeir eru hættir með umboðið og ég var orðin of sein í vinnuna og þurfti að fresta málinu.
DAGUR 2. Ég fór með strætó í Eirvík að kaupa reimina. Þeir tóku bara við eldavélaumboðum af Heklu. Engar reimar þar. Ég orðin of sein í skólan og fresta málinu.
DAGUR 3. Ég er svo heppin að fá far í ASKALIND þar sem Rafbreidd er til húsa, hef vaðið fyrir neðan mig og hringi fyrst, þeir eru með umboðið í dag OG eiga þessa reim. Kemur í ljós að þeir loka kl. 17 00 -klukkan er 17 10. Ég fer í soldið vont skap og karlamðurinn á heimilinu segir mér að vera ekkert að pirra mig á þessu -hann skuli redda því! Vel upp alinn drengur :-)
DAGUR 4-7. Karlamðurinn á heimilinu ýmist sefur yfir sig eða fær ekki far. Engin reim.....
DAGUR 8. Ég vakna snemma tek 2 strætóa í Kópavog, fer í Rafbreidd og kaupi reim. Tek aðra tvo strætóa til baka.
DAGUR 9-11. Karlmaðurinn á heimilinu fær það verkefni að hafa uppá viðgerðarmanninum. Gengur illa, var á leið í héraðsdóm síðast þegar frétist, Hmm, hvaða maður er þetta annars?
DAGUR 1. Ég tók strætó úr skólanum í Heklu til að kaupa nýja reim. Þeir eru hættir með umboðið og ég var orðin of sein í vinnuna og þurfti að fresta málinu.
DAGUR 2. Ég fór með strætó í Eirvík að kaupa reimina. Þeir tóku bara við eldavélaumboðum af Heklu. Engar reimar þar. Ég orðin of sein í skólan og fresta málinu.
DAGUR 3. Ég er svo heppin að fá far í ASKALIND þar sem Rafbreidd er til húsa, hef vaðið fyrir neðan mig og hringi fyrst, þeir eru með umboðið í dag OG eiga þessa reim. Kemur í ljós að þeir loka kl. 17 00 -klukkan er 17 10. Ég fer í soldið vont skap og karlamðurinn á heimilinu segir mér að vera ekkert að pirra mig á þessu -hann skuli redda því! Vel upp alinn drengur :-)
DAGUR 4-7. Karlamðurinn á heimilinu ýmist sefur yfir sig eða fær ekki far. Engin reim.....
DAGUR 8. Ég vakna snemma tek 2 strætóa í Kópavog, fer í Rafbreidd og kaupi reim. Tek aðra tvo strætóa til baka.
DAGUR 9-11. Karlmaðurinn á heimilinu fær það verkefni að hafa uppá viðgerðarmanninum. Gengur illa, var á leið í héraðsdóm síðast þegar frétist, Hmm, hvaða maður er þetta annars?
TUÐ II
Var að skrifa framhald 1 af þvottavélatuði í vikunni þegar bloggið brann yfir og ég fékk ekki tækifæri til að klára. Kannski þolir bloggsíðan ekki svona mikið tuð???
Thursday, March 16, 2006
TUÐ 1 þvottavélakarma I
Ég held að ég sé með slæmt þvottavélakarma. Ég keypti mína fyrstu þvottavél 17 ára gömul þegar sonur minn fæddist. Candy stóð sig vel eða svona með eðlilegu viðhaldi af og til. Síðastliðið sumar bræddi hún úr sér eftir 16 ára dygga þjónustu. Ég fann það á henni að hún var að gefast upp en tveir viðgerðarmenn reyndu að sannfæra mig um hið gagnstæða í nokkurn tíma og trúðu ekki hugboði mínu fyrr en það kveiknaði næstum því í þvottahúsinu. Candy átti svo sannarlega skilið höfðinglega bálför en sonur minn var nú sem betur fer heima og forðaði þvottahúsinu frá því.
Nú voru góð ráð dýr enda gerir Lánasjóður íslenskra námsmanna ekki ráð fyrir viðhaldi eða endurnýjun á heimilistækjum. Barnsfaðir minn mátti ekki uppá þessa eymd horfa og lét okkur fá nýlega þvottavél sem hann þarf ekki að nota eins og er og þarfnaðist smá lagfæringar. Þessi nýja heitir Hotpoint og er líkari silfurlitum sportbíl en þvottavél. Viðgerðarmaðurinn var enga stund að gera við hana; tók barnalæsinguna af þessu tölvustýrða undri. Nokkrum vikum síðar fór ég til Spánar og komst flótlega að því að þvottavélin sem fylgdi íbúðinni þar var biluð! Ég missti samtals þrjá morgna úr skóla meðan ég beið eftir viðgerðarmanni að spænskum sið. Eigandi íbúðarinnar neitaði svo að borga reikninginn og varð þetta allt saman að slíku leiðindamáli að ég skipti um íbúð. Í nýju íbúðinni var glæný þvottavél og ég lærði á þvottavél númer 2 þann mánuðinn með hjálp orðabókar. Ég hélt þó áfram að missa úr skóla vegna viðgerðarmanna í þeirri íbúð þar sem svalahurðirnar voru soldið að detta af!! En það er önnur saga. Í íbúð númer þrjú var sem betur fer þvottavél með skýringamyndum en ekki texta en þess má geta að hún var eitthvað farin að slá slöku við undir rest. Þá var ég orðin svo þreytt á þessu öllu að ég flaug bara yfir Atlantshafið með óhreinatauið til mömmu! (Lærði það af syni mínum)
Það fyrsta sem Inga vinkona sagði þegar ég kom heim var "Heyrðu, þvottavélin er eitthvað biluð"...
Nú voru góð ráð dýr enda gerir Lánasjóður íslenskra námsmanna ekki ráð fyrir viðhaldi eða endurnýjun á heimilistækjum. Barnsfaðir minn mátti ekki uppá þessa eymd horfa og lét okkur fá nýlega þvottavél sem hann þarf ekki að nota eins og er og þarfnaðist smá lagfæringar. Þessi nýja heitir Hotpoint og er líkari silfurlitum sportbíl en þvottavél. Viðgerðarmaðurinn var enga stund að gera við hana; tók barnalæsinguna af þessu tölvustýrða undri. Nokkrum vikum síðar fór ég til Spánar og komst flótlega að því að þvottavélin sem fylgdi íbúðinni þar var biluð! Ég missti samtals þrjá morgna úr skóla meðan ég beið eftir viðgerðarmanni að spænskum sið. Eigandi íbúðarinnar neitaði svo að borga reikninginn og varð þetta allt saman að slíku leiðindamáli að ég skipti um íbúð. Í nýju íbúðinni var glæný þvottavél og ég lærði á þvottavél númer 2 þann mánuðinn með hjálp orðabókar. Ég hélt þó áfram að missa úr skóla vegna viðgerðarmanna í þeirri íbúð þar sem svalahurðirnar voru soldið að detta af!! En það er önnur saga. Í íbúð númer þrjú var sem betur fer þvottavél með skýringamyndum en ekki texta en þess má geta að hún var eitthvað farin að slá slöku við undir rest. Þá var ég orðin svo þreytt á þessu öllu að ég flaug bara yfir Atlantshafið með óhreinatauið til mömmu! (Lærði það af syni mínum)
Það fyrsta sem Inga vinkona sagði þegar ég kom heim var "Heyrðu, þvottavélin er eitthvað biluð"...
Á Íslandi
Þá er Spánar ævintýrinu lokið og ég búin að vera heima í einn og hálfan mánuð. Er samt eiginlega loksins "flutt heim" núna enda fór fyrsti mánuðurinn í að skrifa BA ritgerð í akkorði búandi í ferðatösku. Allt sem ekki komst á bloggið á Spáni verður geymt með sjálfri mér nema ég taki nostralgísk endurminningarköst þegar mér leiðist veðrið..... Svo má líka bara hitta fólk í kaffi og segja sögur ( eins og ég hef nú gaman af svona langloku smáatriðalýsingum sjálf) en það er kannski rétt að segja frá því sð íslenski síminn minn týndist á Spáni og ég er kominn með nýtt númer sem má nálgast á www.siminn.is (held ég) Ég er smám saman að byggja upp nýja símanúmeraskrá sjálf svo ef einhver er sár yfir því að ég hafi ekki hringt gæti ´svo verið að mig vantaði einfaldlega símanúmer.Hef annars verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að halda áfram að blogga fyrst ég hefið komin hingað heim, hef ákveðið að gera það og nota síðuna mestmegins fyrir tuð sem liggur mér á hjarta....
Monday, January 02, 2006
OFBELDI A JOLUNUM
Mér finnst eins og bloggid mitt aetti ad vera fullt af heimspekilegum vangaveltum um líf í ödrum löndum; Throskasaga, ekki svo) ungrar konu sem fór sudur um höf. Sannleikurinn er sá ad sídustu mánudi hef ég verid uppteknari vid ad taka thátt í lífinu en ad velta thví fyrir mér. Sem er gott....held ég?
Taepar tvaer vikur í Antwerpen hlupu frá okkur. Vid lifdum af fjolskyldubod á Flandri. Ég átti í sjálfu sér ekki von á ödru - en verd ad játa ad thad runnu á mig tvaer grímur thegar mágur minn flutti thau skilabod frá módur sinni ad thar sem systkinabörn hans vaeru fremur mannfaelinn vaeri kannski betra ef sonur minn vaeri ekki mjög OFBELDISFULLUR vid thau ???????
Ég hvádi og spurdi hvadan í ósköpunum konan fengi thá hugmynd ad sonur minn faeri ad berja smábörn í bodum á jóladag?
-eda yfirhöfud hvada dag ársins sem er??
Kom thá í ljós ad tengdaforeldrarnir mjög ´hefdbundid´fólk og vant ad virdingu sinni höfdu adeins verid vörud vid thví ad sonur minn vari ´óhefdbundinn´í útliti!!!! Í smábaejum á Flandri eru thad víst bara ótíndir glaepamenn sem láta skreyta á sér skinnid og gata á sér andlitid og thetta voru thví ekki áhyggjur úr lausu lofti gripnar!!!!!
Thad er skemmst frá tvhí ad segja ad sonur minn tíndi megnid af járninu úr andlitinu á sér jólabodid og vid komum bara mjög vel fyrir á thessum fyrsta fundi fjölskyldanna tveggja, lömdum ekki neinn og vorum kysst í bak og fyrir ad skilnadi ;-)
Taepar tvaer vikur í Antwerpen hlupu frá okkur. Vid lifdum af fjolskyldubod á Flandri. Ég átti í sjálfu sér ekki von á ödru - en verd ad játa ad thad runnu á mig tvaer grímur thegar mágur minn flutti thau skilabod frá módur sinni ad thar sem systkinabörn hans vaeru fremur mannfaelinn vaeri kannski betra ef sonur minn vaeri ekki mjög OFBELDISFULLUR vid thau ???????
Ég hvádi og spurdi hvadan í ósköpunum konan fengi thá hugmynd ad sonur minn faeri ad berja smábörn í bodum á jóladag?
-eda yfirhöfud hvada dag ársins sem er??
Kom thá í ljós ad tengdaforeldrarnir mjög ´hefdbundid´fólk og vant ad virdingu sinni höfdu adeins verid vörud vid thví ad sonur minn vari ´óhefdbundinn´í útliti!!!! Í smábaejum á Flandri eru thad víst bara ótíndir glaepamenn sem láta skreyta á sér skinnid og gata á sér andlitid og thetta voru thví ekki áhyggjur úr lausu lofti gripnar!!!!!
Thad er skemmst frá tvhí ad segja ad sonur minn tíndi megnid af járninu úr andlitinu á sér jólabodid og vid komum bara mjög vel fyrir á thessum fyrsta fundi fjölskyldanna tveggja, lömdum ekki neinn og vorum kysst í bak og fyrir ad skilnadi ;-)
Subscribe to:
Posts (Atom)